Það er farið að styttast í að hasarinn í Pepsi Max deild karla hefjist og hófst sala á ársmiðum hjá knattspyrnudeild KA í gærkvöldi á vel heppnuðu stuðningsmannakvöldi. Fyrsti leikur KA í sumar er á Akranesi laugardaginn 27. apríl og við tekur fyrsti heimaleikurinn gegn Val sunnudaginn 5. maí á Greifavellinum.
Eins og undanfarin ár eru þrír ársmiðar í boði á heimaleiki KA í sumar og eru þeir eftirfarandi:
Bronsmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni.
Silfurmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni.
Silfurmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.
Gullmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum KA í Pepsi Max deildinni.
Gullmiðinn veitir einnig aðgang að kaffinu í hálfleik.
Fyrir tvo leiki í sumar verður flottur matur og spjall í boði fyrir gullmiðahafa.
Endilega komið upp í KA-Heimili og tryggið ykkur ársmiða en þeir verða einungis seldir í upphafi sumars. Ef einhverjar spurningar eru uppi varðandi ársmiðana er hægt að hafa samband við Ágúst í netfanginu agust@ka.is