Fréttir

Knattspyrnuskóli mfl. KA hefst 4. júní

Meistaraflokkur karla ætlar að starfrækja knattspyrnuskóla á KA-svæðinu fyrstu dagana eftir að skóla lýkur og áður en sumardagskráin okkar fer á fullt skrið. Æft verður fyrir hádegi dagana 4.-7. júní og er skólinn ætlaður bæði strákum og stelpum í 7. og 6. flokki

KA tekur á móti ÍBV á laugardaginn

KA tekur á móti ÍBV í Pepsi Max deild karla á laugardaginn klukkan 16:30. Leikurinn er liður í 6. umferð deildarinnar og hefur mætingin verið til fyrirmyndar í byrjun sumars og við ætlum að halda því áfram!

15 fulltrúar KA í hæfileikamótun KSÍ og N1

Hæfileikamótun KSÍ og N1 verður á Norðurlandi þriðjudaginn 28. maí og fara æfingarnar fram á gervigrasvelli Tindastóls á Sauðárkróki. Alls á KA 15 fulltrúa sem er það mesta á Norðurlandi en Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður Hæfileikamótun N1 og KSÍ, mun stjórna æfingunum

Breiðablik lagði Þór/KA að velli 1-4

Það var stórleikur í kvöld á Þórsvelli er Þór/KA tók á móti Breiðablik í 4. umferð Pepsi Max deildar kvenna. Liðin hafa verið bestu lið landsins undanfarin ár og mátti því búast við hörkuleik en fyrir leikinn voru gestirnir með 9 stig en Þór/KA með 6 stig

Hallgrímur Mar og Hrannar framlengja um 3 ár

Knattspyrnudeild KA gerði í dag þriggja ára samninga við þá Hallgrím Mar og Hrannar Björn Steingrímssyni. Báðir leika þeir algjört lykilhlutverk í liði KA og hafa gert það í fjöldamörg ár. Það er ljóst að þessir samningar eru lykilskref í þeirri vegferð sem KA hefur verið að vinna í undanfarin ár

Ottó Björn skrifar undir 3 ára samning við KA

Knattspyrnudeild KA gerði í dag þriggja ára samning við miðjumanninn Ottó Björn. Ottó sem verður 18 ára í sumar er mikið efni og kom meðal annars inná í 0-5 bikarsigri KA á Sindra fyrr í sumar. Auk þess hefur hann tvívegis verið í leikmannahóp KA í Pepsi Max deildinni það sem af er sumri

Risaleikur hjá Þór/KA í kvöld

Einn af stærstu leikjum sumarsins er í kvöld er Þór/KA tekur á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan 18:30 á Þórsvelli. Leikir liðanna undanfarin ár hafa verið stórskemmtilegir og hvetjum við ykkur eindregið til að mæta og styðja okkar lið

KA Podcastið - Hallgrímur eftir sigur á Stjörnunni

Hallgrímur Jónasson fyrirliði KA mætti í stúdíóið til Hjalta Hreinssonar og ræddi meðal annars um hinn frábæra útisigur KA á Stjörnunni í gær. Þá fer hann einnig yfir undanfarnar vikur hjá liðinu og því sem framundan er. Um að gera að hlusta á þennan skemmtilega þátt, þá minnum við á að þátturinn er aðgengilegur á Podcast veitu iTunes

0-2 sigur á Stjörnunni í Garðabæ

KA gerði í dag góða ferð í Garðabæinn og sigraði Stjörnuna 0-2. Staðan í hálfleik var markalaus en KA liðið mætti frábærlega inn í seinni hálfleikinn og komst í 0-2 forystu á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiksins.

Pistill frá Óla Stefáni til allra KA-manna

Ágætu félagar, við höfum þegar þetta er skrifað spilað fjóra leiki í deild og einn í bikar á 18 dögum. Niðurstaða leikjana eru þrjú töp og tveir sigrar í þremur útileikjum og tveimur heimaleikjum. Við töpum á móti ÍA úti þar sem við gerum okkur seka um mistök sem ég kalla gjald sem félagið er til í að greiða til að taka á móti frábærum ungum leikmönnum