Brynjar Ingi framlengir við KA um 3 ár

Brynjar Ingi ætlar sér mikið með KA næstu ár!
Brynjar Ingi ætlar sér mikið með KA næstu ár!

Brynjar Ingi Bjarnason varnarmaður KA hefur framlengt samning sínum við Knattspyrnudeild um þrjú ár. Brynjar Ingi hefur staðið sig frábærlega á undirbúningstímabilinu og lék meðal annars alla sex leiki KA í Lengjubikarnum, þá var hann nýverið valinn í æfingahóp U-21 árs landsliðs Íslands.

Brynjar lék á láni með Magna í Inkasso deildinni á síðustu leiktíð og hefur hann samtals leikið 18 leiki fyrir Magna í deild og bikar auk þess sem hann hefur leikið einn leik með Einherja. KA ætlast til mikils af Brynjari sem er uppalinn hjá félaginu og ljóst að mikil ábyrgð verður á hans herðum á komandi sumri.

Hasarinn í Pepsi Max deildinni hefst 27. apríl næstkomandi er KA sækir ÍA heim og er mikil spenna fyrir sumrinu. Stuðningsmannakvöld verður í KA-Heimilinu á mánudaginn kl. 20:00 og þá verður leikmannakynning 24. apríl, það er því næg dagskrá fyrir spennta KA menn fyrir fyrsta leik, áfram KA!