Fréttir

Þórdís Hrönn til liðs við Þór/KA

Stjórn Þórs/KA og Kristianstads DFF í Svíþjóð hafa samið um að Þór/KA fái Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur á tveggja mánaða lánssamningi frá sænska félaginu. Þórdís Hrönn er á leið til landsins og hefur þegar fengið keppnisleyfi með Þór/KA

Bikarslagur hjá 2. flokk karla í dag

2. flokkur karla hefur leik í Bikarkeppni KSÍ í dag þegar strákarnir taka á móti Völsung á KA-vellinum klukkan 19:15. Leikurinn er liður í 32-liða úrslitum keppninnar og eru strákarnir staðráðnir í að fara langt í keppninni í sumar og hvetjum við alla sem geta til að mæta á leik kvöldsins

Myndaveislur frá leik KA og Breiðabliks

KA tók á móti Breiðablik í 4. umferð Pepsi Max deildar karla á Greifavellinum í gær. Mætingin á leikinn var til fyrirmyndar en tæplega 1.000 manns lögðu leið sína á völlinn og er virkilega gaman að finna fyrir stuðningnum bakvið KA liðið í sumar. Þrátt fyrir fína spilamennsku strákanna voru það gestirnir sem fóru með 0-1 sigur af hólmi

Tap gegn Blikum

KA tapaði í kvöld 0-1 fyrir Breiðablik í Pepsi Max deildinni. Mark Blika kom úr umdeildri vítaspyrnu eftir einungis þriggja mínútna leik.

KA tekur á móti Breiðablik í dag

Það er komið að næsta heimaleik í Pepsi Max deild karla þegar KA tekur á móti Breiðablik klukkan 19:15 á Greifavellinum í kvöld. KA liðið hefur byrjað mótið af krafti og var virkilega óheppið að fá ekkert útúr síðasta leik er strákarnir sóttu FH heim

Myndaveislur frá sigri Þórs/KA á Fylki

Þór/KA vann góðan 2-0 sigur á Fylki í fyrsta heimaleik sumarsins á Þórsvelli í gær og komst þar með á blað í Pepsi Max deild kvenna. Sandra Mayor og Andrea Mist Pálsdóttir gerðu mörk okkar liðs en Fylkir sem er nýliði í deildinni barðist vel og því þurftu stelpurnar að hafa töluvert fyrir hlutunum

Þór/KA komið á blað eftir sigur á Fylki

Þór/KA tók á móti Fylki í kvöld í fyrsta heimaleik sumarsins. Stelpurnar höfðu tapað illa fyrir sterku liði Vals í fyrstu umferð Pepsi Max deildarinnar og voru staðráðnar í að sækja sín fyrstu stig gegn nýliðum Fylkis sem höfðu unnið Keflavík í sínum fyrsta leik í sumar

KA Podcastið - Grímsi ræðir sigurinn á Val

KA Podcastið er komið aftur í gang og Hallgrímur Mar Steingrímsson leikmaður KA í knattspyrnu mætir í stúdíó-ið til þeirra Siguróla og Hjalta. Þar ræðir hann meðal annars um frábæran sigur KA á Íslandsmeisturum Vals sem og framhaldið hjá KA liðinu

KA lagði Þór tvívegis í 3. flokki í gær

Það voru tveir hörkuleikir á KA-vellinum í gær er KA tók á móti nágrönnum sínum í Þór í 3. flokki karla B. Eins og alltaf í nágrannaslögum liðanna var hart barist en á endanum fór KA með sigur af hólmi í báðum leikjum

Vel heppnað kynningarkvöld Þórs/KA í gær

Þór/KA hélt kynningarkvöld í KA-Heimilinu í gær þar sem leikmenn og aðstandendur liðsins voru kynntir fyrir stuðningsmönnum. Þá skrifuðu Stefna, TM og Nettó undir nýja styrktarsamninga við liðið við mikið lófatak hjá þeim fjölmörgu er sóttu kvöldið