Fréttir

Vel heppnuðum fótboltaskóla KA lauk í dag

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hélt í vikunni skemmtilegan fótboltaskóla fyrir krakka í 6. og 7. flokk. Dagarnir hófust á æfingum og leikjum áður en kom að nestispásu, eftir hana tóku við hinar ýmsu keppnir og spil. Krökkunum var skipt í hópa eftir aldri og var unnið í litlum hópum til að hámarka fjölda snertinga við boltann

Coerver skólinn á KA-svæðinu 17.-20. júní

Knattspyrnuskólinn Coerver Coaching International Camp verður á KA-svæðinu dagana 17.-20. júní næstkomandi. Þessar frábæru knattspyrnubúðir eru fyrir alla drengi og stúlkur fædd 2005-2011. Skólinn hefur farið fram á KA-svæðinu undanfarin ár og hefur mikil ásókn verið í skólann auk þess sem iðkendur hafa verið mjög ánægðir með þjónustuna

Æfingatafla sumarsins tekur gildi 5. júní

Knattspyrnusumarið er að fara á fullt og tekur æfingatafla yngri flokka gildi á morgun, miðvikudaginn 5. júní. Allir flokkar æfa alla virka daga í sumar fyrir utan 8. flokk sem æfir mánudags til fimmtudags

Svekkjandi tap á Meistaravöllum

KA sótti KR heim í 7. umferð Pepsi Max deildar í gær en leikurinn var síðasti leikurinn fyrir landsleikjahlé. Deildin hefur farið gríðarlega jafnt af stað og því voru ansi mikilvæg þrjú stig í boði en KA var fyrir leikinn með 9 stig en KR 11

Myndaveislur frá stórsigri Þórs/KA í bikarnum

Þór/KA burstaði nágranna sína í Völsung 7-0 í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir gerði tvö mörk í leiknum og þær Andrea Mist Pálsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir, Iris Achterhof, Heiða Ragney Viðarsdóttir og Hulda Björg Hannesdóttir gerðu allar eitt mark

KA úr leik eftir tap í vítaspyrnukeppni

KA sótti Víking heim á Eimskipsvöllinn í kvöld í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Það mátti búast við erfiðum leik enda bæði lið í efstu deild auk þess að leikjaálagið undanfarnar vikur er farið að bíta töluvert á leikmenn

Myndaveisla frá sigrinum á ÍBV

KA vann góðan 2-0 sigur á ÍBV á Greifavellinum um helgina með mörkum frá þeim Daníel Hafsteinssyni og Nökkva Þeyr Þórissyni. Með sigrinum lyfti liðið sér upp í 5. sæti deildarinnar og var mætingin á völlinn til fyrirmyndar eins og á fyrri heimaleikjum sumarsins

Þór/KA sækir Keflavík heim í dag

Þór/KA sækir Keflavík heim á Nettóvöllinn í 5. umferð Pepsi Max deildar kvenna í dag kl. 16:00. Stelpurnar eru með 6 stig eftir tvo sigra og tvö töp á sama tíma og Keflvíkingar eru á botni deildarinnar án stiga

Sigur á Eyjamönnum

KA vann í dag 2-0 sigur á ÍBV þar sem Daníel Hafsteinsson og Nökkvi Þeyr Þórisson skoruðu mörk KA á síðasta stundarfjórðungi leiksins.

Hornspyrnukeppni fyrir KA - ÍBV

Í tilefni leiks KA og ÍBV á morgun fóru strákarnir í hornspyrnukeppni og var skipt í tvö lið, annað frá Akureyri og hitt frá Húsavík. Fín upphitun fyrir slaginn á morgun að kíkja á þessa skemmtilegu keppni