Helga valin efnilegasta júdókona landsins.

Júdósamband Íslands kynnti í dag val sitt á júdófólki ársins.  Júdómaður ársins er Þormóður Árni Jónsson JR, júdókona ársins er Anna Soffía Víkingsdóttir Ármanni.  Efnilegasti júdómaður ársins var valinn Sævar Róbertsson JR og efnilegasta júdókona ársins var valinn Helga Hansdóttir KA.  Árangur hennar á árinu er vægast sagt glæsilegur, en hann er eftirfarandi:

Lesa meira

Frábær árangur júdófólks KA í Danmörku, 3 gull og 3 brons.

Um helgina fór fram í Danmörku alþjóðlegt júdómót fyrir yngri en 20 ára.  KA átti 3 keppendur á þessu móti, þau Bergþór Stein Jónsson, Adam Brands Þórarinsson og Helgu Hansdóttur.  Árangur þeirra var frábær.  Bergþór sigraði í -66kg flokki og hlaut brons í opnum flokki.  Adam sigraði í -81kg flokki og hlaut brons í opnum flokki. Helga sigraði í opnum flokki og hlaut brons í -57kg flokki.
Lesa meira

Kyu-mót JSÍ og Bikarmót JSÍ

Kyu-mót JSÍ í öllum aldursflokkum fór fram laugardaginn 14. nóvember í júdósalnum.  Keppendur voru 88 frá 6 félögum.  Mótið tókst mjög vel.  Skipting verðlauna varð eftirfarandi:



Lesa meira

Okkar júdómaður í Noregi góður.

Í dag fór fram sterkt júdómót í Þrándheimi í Noregi.  KA átti þar einn keppanda, Björn Harðarson (Blöndal).  Hann keppti í -73kg. flokki og sigraði alla andstæðinga sína á ippon og vann því til gullverðlauna.  Björn starfar sem verkfræðingur í Noregi og keppti að sjálfsögðu undir merkjum KA á mótinu eins og hann hefur alltaf gert, en hann er margfaldur Íslandsmeistari í júdó.
Lesa meira

Frábær sigur hjá Bergþóri á Haustmóti JSÍ.

Haustmót JSÍ fór fram um síðustu helgi.  KA átti 8 keppendur á mótinu og unnu þeir til 1 gullverðlauna, 3 silfurverðlauna og 1 bronsverðlauna.  Frammistaða þeirra var eftirfarandi:
Lesa meira

Landsmót UMFÍ 2009 - úrslit viðureigna

Hér í pdf skjali er hægt að nálgast yfirlit yfir allar viðureignir mótsins.  Athugið að þessar upplýsingar eru skráðar eftir mótið og eru settar fram með fyrirvara. Villur geta hafa slæðst inn við gerð hennar.

Lesa meira

Landsmót UMFÍ 2009 - úrslit

Hér er hægt að úrslit í júdómótinu á Landsmóti UMFÍ 2009.

   Úrslit  - Landsmót UMFÍ 2009 (excell skjal)

Stigakeppni félaganna

Íþróttabandalag Akureyrar 143
Íþróttabandalag Reykjavíkur 41
Ungmennafélag Grindavíkur 34
Ungmennasamband Eyjafjarðar 29
Ungmennafélag Njarðvíkur 9

Nánari úrslit og myndir koma bráðlega
Lesa meira

Helga Hansdóttir keppir á Ólympíuleikum æskunnar.

Helga Hansdóttir mun keppa á Ólympíuleikum æskunnar í Finnlandi í sumar. 
Lesa meira

Ingþór, Bergþór og Helga sigruðu á Vormóti KA í júdó.

Vormót KA í júdó fór fram síðasta miðvikudag. 
Lesa meira

Sumartímar í júdó

Æfingatímar í júdó breytast frá og með deginum í dag og verða með eftirfarandi hætti í sumar:

Mánudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó.
Þriðjudagar kl. 20:00 - 21:30: Þrek.
Miðvikudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó.
Fimmtudagar kl. 20:00 - 21:30: Þrek.
Föstudagar kl. 20:00 - 21:30: Júdó.

Þrekæfingar verða til að byrja með í KA-heimilinu.
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is