Okkar júdómaður í Noregi góður.

Júdó
Í dag fór fram sterkt júdómót í Þrándheimi í Noregi.  KA átti þar einn keppanda, Björn Harðarson (Blöndal).  Hann keppti í -73kg. flokki og sigraði alla andstæðinga sína á ippon og vann því til gullverðlauna.  Björn starfar sem verkfræðingur í Noregi og keppti að sjálfsögðu undir merkjum KA á mótinu eins og hann hefur alltaf gert, en hann er margfaldur Íslandsmeistari í júdó.

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is