Sumaræfingar hjá júdódeild KA

Það er mikið líf í júdódeild KA um þessar mundir en nýlega unnust 4 bronsverðlaun á Norðurlandamótinu auk þess sem 5 Íslandsmeistaratitlar unnust í vetur. Deildin býður svo uppá sumaræfingar fyrir alla aldursflokka og hvetjum við alla til að kíkja á þessar flottu æfingar
Lesa meira

Fjölskylduskemmtun 3. júní á KA-svæðinu

Það verður líf og fjör á KA-svæðinu sunnudaginn 3. júní en þá ætlum við að bjóða uppá skemmtun fyrir unga sem aldna. Hægt verður að prófa allar íþróttir sem iðkaðar eru undir merkjum KA en það eru að sjálfsögðu fótbolti, handbolti, blak, júdó og badminton
Lesa meira

KA júdókonur með fjögur brons á NM

Norðurlandameistaramótið í júdó var haldið um helgina og átti júdódeild KA fjóra keppendur á því móti að auki sem Anna Soffía þjálfari og landsliðsþjálfari dró fram gallann fyrir sveitakeppnina. Alexander keppti í -60 kg flokki í undir 21 árs. Hann byrjaði af krafti og sigraði glímu á glæsilega en því miður var þetta ekki dagurinn hans og náði hann ekki á pall í þetta skipti, en hann hefur verið á palli á nánast öllum mótum sem hann hefur keppt á erlendis
Lesa meira

Mikilvægur félagsfundur í dag

KA heldur í dag opinn félagsfund þar sem félagið mun kynna framtíðaruppbyggingu á KA-svæðinu sem og rekstrarumhverfi KA. Gríðarlega mikilvægt er að KA fólk fjölmenni á fundinn enda mikilvægir tímar framundan hjá félaginu okkar. Fundurinn hefst klukkan 17:15 í íþróttasal KA-Heimilisins
Lesa meira

Formaður KA kynnir fundinn mikilvæga

KA heldur gríðarlega mikilvægan félagsfund á miðvikudaginn klukkan 17:15 þar sem rædd verður framtíðaruppbygging á KA-svæðinu sem og rekstrarumhverfi KA. Það er ótrúlega mikilvægt að KA fólk fjölmenni á fundinn enda mjög mikilvægir tímar framundan hjá félaginu okkar en KA hefur stækkað gríðarlega undanfarin ár
Lesa meira

Alexander með silfur á Budo-Nord Cup í Svíþjóð

Alexander varð í öðru sæti í dag á Budo-Nord Cup hér í Svíþjóð. Hann var mjög nálægt gullinu sem mun skila sér síðar. Alexander sannaði það í dag að hann er nú einn albesti júdómaður í hans flokki á Norðurlöndunum.
Lesa meira

KA með keppendur á Budo Nord í Svíþjóð

Þau Alexander, Ísabella Nótt, Berenika, Gylfi, Hannes, Árni, Hekla og Kristín munu á morgun keppa fyrir hönd KA á Budo Nord mótinu í Lundi í Svíþjóð. Þjálfarinn þeirra, Adam Brands verður þeim til halds og trausts. Mótið er gríðarlega sterkt en um 450 keppendur frá 15 löndum keppa.
Lesa meira

Opinn félagsfundur 16. maí

KA verður með opinn félagsfund í KA-Heimilinu þann 16. maí næstkomandi klukkan 17:15 en til umræðu verður framtíðaruppbygging á KA-svæðinu sem og rekstrarumhverfi KA. Gríðarlega mikilvægt er að KA fólk fjölmenni á fundinn enda gríðarlega mikilvægir tímar hjá félaginu okkar
Lesa meira

Alexander og Berenika Íslandsmeistarar

Um helgina fór fram Íslandsmót fullorðinna í júdó en mótið var haldið í Laugardalshöll í Reykjavík. KA sendi 10 keppendur til leiks og kom heim með 2 Íslandsmeistaratitla, 2 silfur og 2 brons.
Lesa meira

Ingvar Már Gíslason nýr formaður KA

Aðalfundur KA fór fram í gær og var Ingvar Már Gíslason kjörinn nýr formaður félagsins en Hrefna G. Torfadóttir lét af störfum. Ingvar hefur undanfarin ár gegnt hlutverki varaformanns félagsins en tekur nú við forystuhlutverkinu og er mikil ánægja með skipan Ingvars. Á sama tíma þökkum við Hrefnu kærlega fyrir hennar störf en hún hefur verið formaður frá árinu 2010
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is