KA með keppendur á Budo Nord í Svíþjóð

Júdó
KA með keppendur á Budo Nord í Svíþjóð
Flottur hópur frá KA ásamt tveimur ÍR-ingum

Þau Alexander, Ísabella Nótt, Berenika, Gylfi, Hannes, Árni, Hekla og Kristín munu á morgun keppa fyrir hönd KA á Budo Nord mótinu í Lundi í Svíþjóð.  Þjálfari þeirra, Adam Brands verður þeim til halds og trausts.  Mótið er gríðarlega sterkt en um 450 keppendur frá 15 löndum keppa. Mótið byrjar 7:00 í fyrramálið. Síðan taka við æfingabúðir fram á sunnudag. Hægt að fylgjast með úrslitum á  https://www.lugijudo.org/


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is