Flýtilyklar
22.04.2018
Nýjar siðareglur KA
Aðalstjórn KA samþykkti nýverið nýjar siðareglur félagsins sem allir félagsmenn ættu að kynna sér. Það er von okkar allra um að allt starf í kringum KA sé til fyrirmyndar og félagi okkar til sóma hvort sem um ræðir leikmenn, þjálfara, starfsmenn, stjórnarmenn, forráðamenn eða almenna stuðningsmenn
Lesa meira
18.04.2018
Nýjar stjórnir í blaki, júdó og handbolta
Aðalfundir Handknattleiks-, Blak-, Júdó- og Spaðadeildar KA fóru fram í vikunni þar sem farið var yfir síðasta ár bæði inná vellinum sem og utan. Þá var kosið í stjórnir deildanna ásamt því að aðilum var þökkuð góð störf í þágu félagsins undanfarin ár
Lesa meira
17.04.2018
Aðalfundur KA 24. apríl
Aðalfundur KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 24. apríl næstkomandi klukkan 18:00. Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga enda mikilvægir tímar framundan hjá félaginu. Venjuleg aðalfundarstörf á dagskrá
Lesa meira
16.04.2018
Örfréttir KA - 16. apríl 2018
Í örfréttapakka vikunnar förum við yfir góða stöðu í blakinu, Íslandsmeistaratitla í júdó, Þór/KA er komið í úrslit Lengjubikarsins og handboltinn fer aftur af stað, endilega fylgist með gangi mála hjá KA!
Lesa meira
16.04.2018
Flott uppskera á Íslandsmótinu í júdó
Iðkendur í júdódeild KA hömpuðu alls 5 Íslandsmeistaratitlum á Íslandsmóti yngri flokka í júdó um helgina. KA átti 17 keppendur á Íslandsmótinu sem kepptu í 19 flokkum en alls var keppt í 28 flokkum á mótinu og því fín þátttaka hjá félaginu
Lesa meira
10.04.2018
Aðalfundur Júdódeildar 17. apríl
Aðalfundur Júdódeildar KA verður haldinn í KA-Heimilinu þriðjudaginn 17. apríl næstkomandi klukkan 18:45 Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að mæta.
Lesa meira
26.03.2018
Örfréttir KA - 26. mars 2018
Eins og oft áður þá var mikið um að vera í KA starfinu í liðinni viku og er örfréttapakki vikunnar stútfullur. Endilega kynntu þér hvað er að gerast hjá félaginu
Lesa meira
24.03.2018
Vormót JSÍ fór fram í KA-Heimilinu í dag
Í dag fór fram Vormót Júdósambands Íslands í KA-Heimilinu og heppnaðist það afar vel. Alls kepptu 25 keppendur í 8 mismunandi þyngdarflokkum og var eðlilega mikið líf í salnum. Keppendur fyrir hönd KA stóðu uppi sem sigurvegarar í 4 flokkum en það voru þau Hekla Pálsdóttir, Alexander Heiðarsson, Dofri Bragason og Helgi Guðnason
Lesa meira
21.03.2018
Vormót fullorðinna í júdó í KA-Heimilinu á laugardaginn
Vormót Júdósamband Íslands í flokki fullorðinna verður haldið næsta laugardag í KA-Heimilinu. Mótið hefst klukkan 10:00 og mótslok áætluð uppúr hádegi. Frítt verður inn og er íþróttaáhugafólk hvatt til að mæta enda er orðið langt síðan júdómót hefur verið haldið í KA-Heimilinu
Lesa meira
19.03.2018
Höddi Magg veislustjóri á Herrakvöldi KA
Herrar mínir og herrar! Hið margfræga Herrakvöld KA er laugardaginn 24 mars og verður Höddi Magg veislustjóri. Ræðumenn kvöldsins verða þeir Guðjón Þórðarson og Valdimar Grímsson, það er alveg ljóst að þú vilt ekki missa af þessari mögnuðu skemmtun!
Lesa meira