Risaleikur hjá Þór/KA í Kópavogi í dag

Fótbolti
Risaleikur hjá Þór/KA í Kópavogi í dag
Sannkallaður úrslitaleikur (mynd: Þórir Tryggva)

Það er enginn smá leikur í dag þegar Íslandsmeistarar Þór/KA sækja Breiðablik heim í Pepsi deild kvenna. Fyrir leikinn er Breiðablik á toppi deildarinnar með tveggja stiga forskot á Þór/KA og því ljóst að með sigri þá lyftir okkar lið sér á toppinn.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Kópavogsvelli og hvetjum við að sjálfsögðu alla Akureyringa fyrir sunnan að drífa sig á völlinn og hvetja okkar lið til sigurs í þessum gríðarlega mikilvæga leik. Fyrir ykkur sem ekki komist á völlinn þá er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport þannig að það er um að gera að fylgjast með gangi mála, áfram Þór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482  |  handbolti@ka.is