Flýtilyklar
KA - Valur á sunnudaginn
Baráttan í Pepsi deildinni heldur áfram þegar KA tekur á móti Íslandsmeisturum Vals á sunnudaginn klukkan 14:00. Aðeins fjórir leikir eru eftir í deildinni og enn er mikil spenna á toppi og botni deildarinnar. Valur er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn og ljóst að þeir þurfa á sigri að halda fyrir norðan.
Á sama tíma er KA í baráttu fyrir miðri deild 7 stigum á eftir KR sem situr í 4. sætinu og 7 stigum fyrir ofan Fjölni sem situr í 11. sætinu sem er fallsæti. Það er því mikilvægt að halda áfram að sækja stig og tryggja góðan árangur í sumar.
Þetta er næstsíðasti heimaleikur KA í sumar og skiptir öllu máli að við höldum áfram að mæta vel í stúkuna og sýna strákunum stuðning. Ungir og spennandi leikmenn hafa verið að fá góð tækifæri með liðinu sem mun reynast okkur gulls ígildi á komandi árum. Sjáumst á vellinum og áfram KA!