Fréttir

Lokaleikurinn í deildinni í handboltanum

Á föstudaginn tekur KA á móti Ungmennaliði Vals í lokaumferð Grill 66 deildar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er alveg klárt að strákarnir þurfa á þínum stuðning að halda!

Peysuafhending í handboltanum

Loksins, loksins eru peysurnar sem fylgja æfingagjöldunum í handbolta hjá yngriflokkum KA og KA/Þór tilbúnar til afhendingar. Peysurnar verða afhentar í KA-heimilinu á föstudaginn milli 14:00 og 18:00.

KA/Þór deildarmeistari! Olís-deildin á næsta tímabili

Það var enginn smá slagur í lokaumferð Grill 66 deildar kvenna í KA-Heimilinu í gær þegar topplið deildarinnar KA/Þór og HK mættust. Fyrir leikinn munaði tveimur stigum á liðunum og ljóst að liðið sem myndi fara með sigur af hólmi myndi vinna deildina og fara beint upp í deild þeirra bestu að ári

Magnaður endurkomusigur á HK

KA og HK mættust í KA-Heimilinu í næstsíðustu umferð Grill 66 deildar karla í gær. Mikið var undir í leiknum enda liðin í 2. og 3. sætinu og enn mikil spenna í toppbaráttu deildarinnar

KA og KA/Þórs spilastokkar til sölu

Nú er í fullum gangi forsala á sérstökum spilastokkum með leikmönnum KA og KA/Þórs í handbolta. Stokkurinn kostar 1.500 krónur í forsölu og stendur hún til 25. mars, eftir það mun stokkurinn kosta 2.000 krónur

Stórleikir í handboltanum á laugardaginn

Það eru stórleikir á laugardaginn í handboltanum. Kvennalið KA/Þórs getur tryggt sigur í Grill 66 deildinni í hreinum úrslitaleik gegn HK og karlalið KA mætir HK í algjörum toppslag

Handbolta spilastokkur KA og KA/Þór 2017-2018

Handbolta spilastokkur KA og KA/Þór 2017-2018 54 spil í stokk (2 jókerar) Myndir af öllum spilandi leikmönnum vetrarins! Stokkurinn kemur í hvítri pappaöskju með glugga á.

Sjö fulltrúar KA/Þórs í landsliðsvali

KA/Þór á alls fimm fulltrúa þegar öll kvennalandslið Íslands koma saman til æfinga og keppni í alþjóðlegri landsliðsviku í lok mars. A-landslið kvenna mun leika tvo leiki í undankeppni fyrir EM við Slóveníu heima 21.mars og að heiman þann 25. mars. Afrekshópur leikmanna sem leika á Íslandi kemur saman til æfinga í Reykjavík 18.-22. mars og æfir samhliða A-landsliðinu.

Frábær frammistaða KA/Þór í bikarnum

Olís deildarlið Hauka marði tveggja marka sigur 23:21 á 1. deildar liði KA/Þór í undanúrslitum Coca-Colabikarsins. Sigur Hauka var torsóttur gegn baráttuglöðum norðankonum sem komu fullar sjálfstrausts til leiks studdar fjölmenni í stúkunni.

Jónatan Magnússon í viðtali fyrir Final4

Jónatan Magnússon mætti í stutt spjall við heimasíðuna fyrir Final4 leikinn gegn Haukum sem er á morgun klukkan 19:30 í Laugardalshöllinni. Jónatan fór yfir mikilvægi leiksins og hversu stóra rullu áhorfendur geta skipað í svona leik.