KA tekur á móti HK í kvöld í þriðja leik liðanna í baráttunni um sæti í efstu deild. KA hefur unnið fyrstu tvo leiki liðanna og tryggir sér því sæti í Olísdeildinni með sigri í kvöld. Þetta hafa verið hörkuleikir og ljóst að KA þarf á öllum þeim stuðning sem í boði er til að klára verkefnið.
Mætum gulkædd, tökum þátt í stemningunni og lyftum KA á þann stall sem það á heima! Leikurinn hefst klukkan 19:00 og hvetjum við ykkur til að mæta snemma, áfram KA!