4. flokkur í undanúrslitum á morgun

Strákarnir ætla sér í úrslitin með sigri á morgun
Strákarnir ætla sér í úrslitin með sigri á morgun

Deildarmeistarar KA í 4. flokki karla í handbolta taka á móti Selfoss á morgun, sunnudag, klukkan 15:15 í undanúrslitum Íslandsmótsins. Strákarnir hafa verið frábærir í vetur sem og undanfarin ár en þeir hafa unnið titil á hverju ári þrjú ár í röð.

Það er þó ljóst að þeir eiga erfiðan leik fyrir höndum vilji þeir komast í úrslitin. KA tapaði einungis tveimur leikjum í deildarkeppninni í vetur og var annar leikurinn einmitt gegn Selfyssingum.

Við hvetjum alla til að mæta í KA-Heimilið og styðja strákana til sigurs, liðið er mjög efnilegt og vel þjálfaðir af þjálfarateyminu Stefáni Árnasyni og Jóni Heiðari Sigurðssyni og ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn.