Stúlkurnar á yngra ári 6. flokks hjá KA/Þór áttu góðu gengi að fagna í vetur en um nýliðna helgi lauk tímabilinu hjá þeim og enduðu þær í 2. sæti á Íslandsmótinu. Stelpurnar hafa æft vel í vetur og er hópurinn samheldinn og flottur.
Þjálfarar stelpnanna eru þau Ásdís Guðmundsdóttir, Jónatan Magnússon og Steinunn Guðjónsdóttir. Við óskum stelpunum sem og þjálfurunum til hamingju með góðan árangur, framtíðin er svo sannarlega björt.