24.04.2018
KA er komið í lykilstöðu í einvígi sínu gegn HK um laust sæti í Olís deild karla í handboltanum eftir 20-25 sigur í öðrum leik liðanna í Digranesi í kvöld. KA leiðir því einvígið 2-0 og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sæti í deild þeirra bestu að ári
24.04.2018
HK og KA mætast í kvöld í Digranesi í öðrum leik liðanna í umspili um laust sæti í Olís deildinni að ári. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sæti í deild þeirra bestu og leiðir KA 1-0 eftir sigur í KA-Heimilinu á laugardaginn. Það má því með sanni segja að það sé mikið undir í leiknum í kvöld en HK getur jafnað metin en sigri KA er staða liðsins orðin ansi vænleg
22.04.2018
Þorvaldur Þorvaldsson hefur gert nýjan samning við meistaraflokksráð KA/Þórs í handboltanum og verður því áfram aðstoðarþjálfari liðsins. Á dögunum var einnig gerður nýr samningur við Jónatan Magnússon og því ljóst að þjálfarateymið heldur áfram óbreytt
21.04.2018
KA vann fyrsta leikinn í viðureign sinni gegn HK um laust sæti í Olís deildinni þegar liðin mættust í KA-Heimilinu í dag. Leikurinn var jafn og spennandi en KA hafði frumkvæðið mestallan leikinn og vann á endanum 24-20 sigur og leiðir því einvígið 1-0. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í deild þeirra bestu
21.04.2018
Einvígi KA og HK um laust sæti í Olís deildinni að ári hefst í dag klukkan 16:00 í KA-Heimilinu. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og styðja liðið til sigurs enda ljóst að þetta verður gríðarlega erfitt og krefjandi verkefni. Fyrir ykkur sem ómögulega komist á leikinn þá verður KA-TV með leikinn í beinni og meira að segja einnig næstu tvo leiki liðanna
20.04.2018
Það er komið að stóru stundinni í handboltanum en KA tekur á móti HK í fyrsta leik liðanna í umspili um laust sæti í deild þeirra bestu. KA er með heimaleikjarétt í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að fara upp. Baráttan hefst í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, klukkan 16:00 og hvetjum við alla til að mæta
20.04.2018
Markvörðurinn Jovan Kukobat skrifaði í morgun undir nýjan samning við handknattleiksdeild KA. Samningurinn er til tveggja ára en Jovan hefur verið í lykilhlutverki hjá KA í vetur sem er að hefja úrslitaeinvígi gegn HK um laust sæti í Olís deildinni að ári
20.04.2018
Aldís Ásta Heimisdóttir skrifaði nú í morgun undir nýjan samning við KA/Þór í handboltanum. Samningurinn er til tveggja ára og er mikil ánægja hjá meistaraflokksráði að halda Aldísi Ástu áfram hjá liðinu
18.04.2018
Jónatan Magnússon hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning sem þjálfari meistaraflokks KA/Þórs í kvennahandboltanum. Jonni hefur þjálfað liðið síðustu tvö ár, í fyrra fór liðið í úrslit umspilsins um laust sæti í efstu deild en í ár stóð liðið uppi sem sigurvegari í Grill 66 deildinni og leikur því í deild þeirra bestu á komandi tímabili
16.04.2018
Handboltinn heldur áfram á laugardaginn þegar KA tekur á móti annaðhvort Þrótti eða HK í umspili um laust sæti í efstu deild að ári. Þróttur og HK mætast í oddaleik í kvöld um hvort liðið fer áfram og mætir KA. Stefán Árnason þjálfari KA var á dögunum í viðtali hjá Vikudegi þar sem hann fór yfir stöðuna og þökkum við Vikudegi fyrir að leyfa okkur að birta það hér á síðunni okkar