U-18 ára landslið Íslands í handbolta mun leika á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Króatíu dagana 8.-20. ágúst. Liðið mun leika í D-riðli og andstæðingar Íslands eru Slóvenía, Svíþjóð og Pólland. Riðillinn verður leikinn í Varadin sem er nyrst í Króatíu.
Lokahópur landsliðsins hefur verið tilkynntur og er Dagur Gautason leikmaður KA á sínum stað. Strákarnir hafa verið mjög öflugir að undanförnu en í desember hömpuðu þeir sigri á Sparkassen Cup og í júní varð liðið í 2. sæti á Nations Cup. Það verður því ansi gaman að fylgjast með gengi liðsins á EM og óskum við strákunum að sjálfsögðu góðs gengis.