KA sendir annaðhvert ár 4. flokk drengja og stúlkna í handboltanum til Svíþjóðar á Partille Cup. Partille Cup er eitt stærsta handboltamót í heiminum og keppa iðulega um 15.000 handboltamenn á öllum aldri frá um 50 löndum á mótinu.
Hópurinn lagði af stað suður eldsnemma í morgun og á svo flug út í kjölfarið. Við óskum okkar frábæru keppendum góðs gengis og góðrar skemmtunar enda er Partille Cup mjög skemmtilegt og óhefðbundið handboltamót. Flestir leikjanna á mótinu fara nefnilega fram utanhúss og getur það verið mjög krefjandi að spila handbolta í rigningu!