U-18 ára landslið Íslands í handbolta hóf í dag leik á Nations Cup í Lübecke í Þýskalandi. Strákarnir mættu Norðmönnum og eftir að Ísland hafði leitt 13-11 í hálfleik náðu strákarnir 5 marka forystu þegar skammt var eftir af leiknum. En Norðmennirnir gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 1 mark, það var þó ekki nóg og Ísland fór með 26-25 sigur af hólmi.
Fulltrúi KA í hópnum hann Dagur Gautason skoraði 4 mörk en á morgun mætir íslenska liðið því þýska og ljóst að strembið verkefni bíður strákanna.