Fréttir

Daníel Örn Griffin til liðs við KA

Daníel Örn Griffin skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Handknattleiksdeild KA. Daníel, sem er 20 ára gamall, er öflugur örvhentur leikmaður sem getur bæði leikið sem skytta sem og í horninu. Auk þess er hann sterkur og góður varnarmaður

Hildur Lilja valin í U-15 ára landsliðið

Hildur Lilja Jónsdóttir var á dögunum valin í U-15 ára landslið Íslands í handbolta sem mun æfa dagana 1.-2. júní næstkomandi. Við óskum þessari efnilegu stelpu til hamingju með valið sem og góðs gengis á æfingunum

Myndir frá lokahófi yngri flokka

Lokahóf yngri flokka í handboltanum fór fram og var mikið líf og fjör í KA-Heimilinu. Fjölmargir lögðu leið sína á lokahófið og tóku þátt í hinum ýmsu leikjum sem í boði voru. Alls enduðu fjögur lið KA á verðlaunapalli á Íslandsmótinu í ár og voru þau hyllt fyrir sinn frábæra árangur. Lokahófinu lauk svo með allsherjar pizzuveislu

Sumaræfingar klárar og lokahóf í kvöld

Í kvöld klukkan 17:00 fer fram lokahóf yngriflokka í handbolta og hvetjum við að sjálfsögðu alla iðkendur sem og foreldra til að mæta og taka þátt í skemmtuninni. Að venju verður mikið fjör, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði

Dagur og Svavar í U-19 og Arnór í U-17

Handknattleiksdeild KA á þrjá fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða karla sem gefnir voru út í dag. Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson eru báðir í U-19 ára landsliðinu sem mun taka líkamlegt próf 18. maí og við taka svo hefðbundnar handboltaæfingar 21.-24. maí. Þjálfari liðsins er Heimir Ríkarðsson

Lokahóf yngriflokka er á fimmtudaginn

Tímabilinu í handboltanum er að ljúka og styttist í hið skemmtilega lokahóf hjá yngri flokkum KA og KA/Þórs. Að venju verður mikið fjör, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar

Frábær árangur KA í 5. og 6. flokki í ár

Handboltavetrinum lauk um helgina er 5. og 6. flokkur léku sína síðustu leiki. Það má með sanni segja að bjart sé framundan hjá okkur í KA en alls eigum við fjögur lið sem enduðu í verðlaunasæti á Íslandsmótinu

Helga og Rakel í U17 og Anna í U19

KA/Þór á þrjá fulltrúa í æfingahópum U-17 og U-19 ára landsliða Íslands í handbolta. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir eru í U-17 hópnum og þá er hún Anna Þyrí Halldórsdóttir í U-19. Þrátt fyrir ungan aldur voru þær allar í hlutverki í meistaraflokki í vetur en þær Rakel Sara og Anna Þyrí voru í hóp í öllum leikjum KA/Þórs í vetur

Íslandsmót eldra árs 6. flokks drengja og stúlkna

Um helgina fer fram fimmta umferð Íslandsmóts vetrarins hjá 6. flokki eldra árs drengja og stúlkna en mótið fer fram á Akureyri og er í umsjón bæði KA og Þór. Þetta er síðasta mótið hjá þessum aldursflokki í vetur

Jóhann Einarsson bestur hjá U-liðinu

Það má með sanni segja að nýliðinn handboltavetur hafi verið ansi farsæll hjá KA þar sem bæði KA og KA/Þór héldu sæti sínu í deild þeirra bestu og gott betur en það. Að auki vann ungmennalið KA sigur í 2. deild karla og strákarnir munu því leika í Grill-66 deildinni á næsta vetri