Fréttir

Stórleikur gegn Selfossi í kvöld

Baráttan heldur áfram í Olís deild karla í kvöld þegar KA tekur á móti Selfyssingum klukkan 18:30 í KA-Heimilinu. Deildin er gríðarlega jöfn og spennandi og ljóst að mikið er undir hjá báðum liðum þegar aðeins fimm leikir eru eftir

Myndaveisla frá sigri KA/Þórs á Fram

KA/Þór gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram öðru sinni að velli í vetur er stelpurnar unnu 29-27 sigur í leik liðanna í KA-Heimilinu í gær. Spilamennska okkar liðs var algjörlega til fyrirmyndar frá fyrstu mínútu og leiddi liðið leikinn mestallan tímann

KA/Þór lagði Fram öðru sinni að velli

KA/Þór beið krefjandi verkefni í kvöld þegar liðið tók á móti Íslandsmeisturum Fram í 19. umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Stelpurnar höfðu unnið fyrri viðureign liðanna í KA-Heimilinu í vetur og ljóst að gríðarlega sterkt lið gestanna hyggði á hefndir

KA/Þór fær stórlið Fram í heimsókn

Það er skammt stórra högga á milli hjá KA/Þór í Olís deild kvenna í handboltanum en á morgun, föstudag, fá stelpurnar Íslandsmeistara Fram í heimsókn. Leikurinn hefst klukkan 18:00 og má búast við hörkuleik

KA/Þór lenti á vegg gegn Valskonum

Það var ansi erfitt verkefni sem beið KA/Þórs í Olís deild kvenna í gær er liðið sótti topplið Vals heim. Valskonur sem nýverið hömpuðu Bikarmeistaratitlinum hafa spilað gríðarlega vel að undanförnu og hafa sýnt það að þær eru besta lið landsins um þessar mundir og þá sérstaklega er varðar varnarleik

KA/Þór sækir toppliðið heim í kvöld

Það er enginn smá leikur í kvöld þegar KA/Þór sækir topplið Vals heim í Olís deild kvenna í handboltanum kl. 18:00. Stelpurnar eiga enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni og ætla að gefa allt í leikinn í kvöld en ljóst er að verkefnið verður ansi hreint krefjandi

Helga, Rakel og Anna í landsliðsverkefni

KA/Þór á þrjá fulltrúa í æfingahópum U-17 og U-19 ára landsliða Íslands í handbolta. Helga María Viðarsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir eru í U-17 hópnum og þá er hún Anna Þyrí Halldórsdóttir í U-19. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær allar verið í hlutverki í meistaraflokki í vetur en þær Rakel Sara og Anna Þyrí hafa verið í hóp í öllum leikjum vetrarins

KA sækir ÍR heim í mikilvægum leik

Það er skammt stórra högga milli hjá karlaliði KA í handboltanum en strákarnir sækja ÍR-inga heim í 17. umferð Olís deildarinnar í dag. Fyrir leikinn er KA í 7.-8. sæti deildarinnar með 13 stig en Breiðhyltingar eru í 9. sæti og munar einungis einu stigi á liðunum

Guðjón Valur bætist í hóp goðsagna handboltans

Guðjón Valur Sigurðsson var á dögunum vígður inn í goðsagnarhöll Handknattleiksdeildar KA en hann er styrktur inn af Eyjabita á Grenivík. Á myndinni má sjá strigann af Guðjóni sem er komin upp í KA-Heimilinu þar sem hann tekur sér stað við hlið Patreks Jóhannessonar

Myndaveisla frá leik KA/Þórs og Hauka

KA/Þór tók á móti Haukum í stórleik í Olís deild kvenna í handboltanum í gær. Stelpurnar sýndu gríðarlega mikinn karakter að gefast aldrei upp en gestirnir leiddu nær allan leikinn. KA/Þór fékk lokasókn leiksins en því miður tókst ekki að koma boltanum á markið og 23-24 tap því staðreynd