Í kvöld klukkan 17:00 fer fram lokahóf yngriflokka í handbolta og hvetjum við að sjálfsögðu alla iðkendur sem og foreldra til að mæta og taka þátt í skemmtuninni. Að venju verður mikið fjör, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði.
Vetraræfingunum í handboltanum er nú lokið en það styttist í að sumaræfingar hefjist og hvetjum við alla áhugasama til að skrá sig sem fyrst og hefja strax undirbúning fyrir næsta vetur. Skráning fer fram á ka.felog.is, ef einhverjar spurningar eru varðandi æfingarnar skal hafa samband við Jónatan yfirþjálfara, jonni@ka.is.
Æfingarnar munu hefjast þriðjudaginn 4. júní og standa til 28. júní. Æfingatímabilið er því 4 vikur og er æft í KA-Heimilinu.
Þri | Mið | Fim | Fös | |
KK 2006-2008 | 13:00-14:00 | styrkur 13:10 | 13:00-14:00 | |
KVK 2006-2008 | 14:30-15:30 | styrkur 14:15 | 14:30-15:30 | |
KK 2003-2005 | 16:15-17:15 | styrkur 07:00 | 16:15-17:15 | styrkur 07:00 |
KVK 2003-2005 | 19:00-20:00 | styrkur 07:00 | 19:00-20:00 | styrkur 07:00 |
Verð fyrir sumaræfingarnar er eftirfarandi:
Árgangar 2006-2008: 15.000 krónur
Árgangar 2003-2005: 20.000 krónur