Fréttir

Mikil dagskrá í kringum KA - ÍBV í dag

Það er ansi mikilvægur leikur í handboltanum í dag þegar KA tekur á móti ÍBV. KA er í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þarf á sigri að halda gegn sterku liði gestanna. Leikurinn hefst klukkan 17:00 en við hvetjum ykkur eindregið til að mæta snemma og taka þátt í gleðinni

4 fulltrúar KA í yngri landsliðum karla

Handknattleiksdeild KA á alls fjóra fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða karla sem gefnir voru út í dag. Sigþór Gunnar Jónsson er í U-21 árs hópnum en hann mun æfa dagana 10.-12. apríl næstkomandi en þjálfarar liðsins eru þeir Einar Andri Einarsson og Sigursteinn Arndal

Stórleikur gegn ÍBV á laugardaginn!

KA tekur á móti ÍBV í næstsíðasta heimaleik vetrarins í Olís deild karla á laugardaginn kl. 17:00. Strákarnir eru í svakalegri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og þurfa á þínum stuðning að halda til að sækja gríðarlega mikilvæg stig gegn öflugu liði ÍBV

5. flokkur vann Sleggjumótið

Eldra ár 5. flokks KA í handbolta stóð sig frábærlega um helgina þegar strákarnir unnu sigur á Sleggjumótinu í Mosfellsbæ en það er eitt af fimm mótum Íslandsmótsins. Ekki nóg með að vinna mótið þá töpuðu strákarnir ekki leik og sýndu virkilega góða takta

KA sótti mikilvægan sigur í Mosó

KA sótti Aftureldingu heim í Olís deild karla í handboltanum í dag en leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. KA liðið er bæði að berjast fyrir lífi sínu í deildinni en á sama tíma er liðið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni. Fyrir leikinn voru aðeins 4 umferðir eftir af deildinni og fá stig eftir í pottinum

KA U Deildarmeistari í 2. deild karla

Ungmennalið KA tók á móti ungmennaliði Fjölnis í hreinum úrslitaleik um Deildarmeistaratitilinn í 2. deild karla í handboltanum í KA-Heimilinu í gær. Bæði lið höfðu aðeins tapað tveimur leikjum í vetur en KA liðinu dugði jafntefli þar sem strákarnir höfðu unnið fyrri viðureign liðanna

5 handboltaleikir í KA-Heimilinu á morgun

Það er alvöru dagskrá í KA-Heimilinu á morgun, laugardag, þegar alls fimm handboltaleikir fara fram. Ungmennalið KA leikur lokaleik sinn í vetur er liðið mætir ungmennaliði Fjölnis í hreinum úrslitaleik um sigur í 2. deildinni og því bikar í húfi fyrir strákana sem hafa nú þegar tryggt sér sæti í Grill 66 deildinni á næsta ári

Valdimar Grímsson í goðsagnahöll KA

Valdimar Grímsson var vígður inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA í gær fyrir leik KA og Selfoss. Valdimar bætist þar með í hóp með Patreki Jóhannessyni og Guðjóni Val Sigurðssyni og eru þeir félagar á striga í sal KA-Heimilisins

Myndaveislur frá Selfossleiknum

KA og Selfoss mættust í hörkuleik í Olísdeild karla í handboltanum í gær þar sem gestirnir byrjuðu betur. En með frábærum stuðningi áhorfenda kom KA liðið sér aftur inn í leikinn og úr varð frábær skemmtun. Því miður dugði það ekki að þessu sinni og Selfyssingar fóru með 27-29 sigur af hólmi

Endurkoman dugði ekki gegn Selfyssingum

KA tók á móti Selfossi í hörkuleik í Olís deild karla í handboltanum í KA-Heimilinu í kvöld. Liðin höfðu gert jafntefli í fyrri viðureign sinni í vetur og voru mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið. Það var greinilegt að stuðningsmenn beggja liða vissu vel af mikilvægi leiksins og var mjög flott mæting í stúkuna og gaman að sjá nokkra vínrauða Selfyssinga á svæðinu