Lokahóf yngri flokka í handboltanum fór fram og var mikið líf og fjör í KA-Heimilinu. Fjölmargir lögðu leið sína á lokahófið og tóku þátt í hinum ýmsu leikjum sem í boði voru. Alls enduðu fjögur lið KA á verðlaunapalli á Íslandsmótinu í ár og voru þau hyllt fyrir sinn frábæra árangur. Lokahófinu lauk svo með allsherjar pizzuveislu.
Egill Bjarni Friðjónsson var á svæðinu og myndaði hasarinn, hægt er að skoða myndir hans frá lokahófinu með því að smella á myndina hér fyrir neðan.
Smelltu á myndina til að skoða myndirnar frá lokahófinu
Á sama tíma og við þökkum fyrir frábæran vetur minnum við á komandi sumaræfingar. Skráning fer fram á ka.felog.is, ef einhverjar spurningar eru varðandi æfingarnar skal hafa samband við Jónatan yfirþjálfara, jonni@ka.is.
Æfingarnar munu hefjast þriðjudaginn 4. júní og standa til 28. júní. Æfingatímabilið er því 4 vikur og er æft í KA-Heimilinu.
Þri | Mið | Fim | Fös | |
KK 2006-2008 | 13:00-14:00 | styrkur 13:10 | 13:00-14:00 | |
KVK 2006-2008 | 14:30-15:30 | styrkur 14:15 | 14:30-15:30 | |
KK 2003-2005 | 16:15-17:15 | styrkur 07:00 | 16:15-17:15 | styrkur 07:00 |
KVK 2003-2005 | 19:00-20:00 | styrkur 07:00 | 19:00-20:00 | styrkur 07:00 |
Verð fyrir sumaræfingarnar er eftirfarandi:
Árgangar 2006-2008: 15.000 krónur
Árgangar 2003-2005: 20.000 krónur