Tímabilinu í handboltanum er að ljúka og styttist í hið skemmtilega lokahóf hjá yngri flokkum KA og KA/Þórs. Að venju verður mikið fjör, pizzuveisla og hinir ýmsu leikir í boði. Við hvetjum að sjálfsögðu alla handboltakrakka til að mæta og auðvitað foreldra og forráðamenn til að njóta skemmtunarinnar.
Lokahófið verður haldið fimmtudaginn 16. maí klukkan 17:00 og hlökkum við mikið til að sjá ykkur.