18.09.2019
Landsbankinn og Handknattleiksdeild KA gerðu á dögunum nýjan styrktarsamning. Það er ljóst að þessi samningur mun skipta gríðarlega miklu máli í handboltastarfinu en samningurinn nær bæði til karlaliðs KA sem og kvennaliðs KA/Þórs
12.09.2019
Handboltinn er farinn að rúlla og eru fyrstu heimaleikir KA og KA/Þórs um helgina. Stelpurnar taka á móti gríðarlega sterku liði Fram á laugardaginn klukkan 14:30 og strákarnir taka svo á móti Deildarmeisturum Hauka kl. 20:00 á sunnudaginn
06.09.2019
Alls skrifuðu 10 leikmenn undir nýja samninga við KA/Þór á dögunum og má því með sanni segja að allt sé að verða klárt fyrir komandi handboltavetur. KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í Olís deildinni þann 14. september þegar liðið tekur á móti Fram
31.08.2019
Sigþór Árni Heimisson verður aðstoðarþjálfari með Gunnari Líndal Sigurðssyni hjá KA/Þór í vetur. Gunnar Líndal tók við þjálfun liðsins nú í sumar og er nú ljóst að Sigþór Árni verður honum til aðstoðar. Þeir taka við liðinu af þeim Jónatan Magnússyni og Þorvaldi Þorvaldssyni sem höfðu stýrt liðinu undanfarin þrjú ár
25.08.2019
Mánudaginn 26. ágúst tekur við vetrartaflan hjá yngriflokkum KA og KA/Þórs í handboltanum og hvetjum við að sjálfsögðu alla sem hafa áhuga til að kíkja á æfingu og prófa handbolta. 3.-6. flokkur hafa verið að æfa undanfarnar vikur en nú er komið að því að 7. og 8. flokkur fari einnig af stað
25.08.2019
Opna Norðlenska mótið fór fram síðustu daga í KA-Heimilinu og Höllinni. Fjögur lið kepptu í karla- og kvennaflokki og má með sanni segja að mótið hafi verið hin besta skemmtun fyrir handboltaþyrsta áhugamenn hér fyrir norðan
19.08.2019
Opna Norðlenska mótið mun fara fram í KA-Heimilinu og Höllinni dagana 22. ágúst til 24. ágúst. Það má með sanni segja að þar fari á ferðinni sterkt og spennandi mót enda undirbúningur á fullu hjá handboltaliðum landsins fyrir komandi handboltavetur
19.08.2019
Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri varð í 8. sæti á Heimsmeistaramótinu sem fór fram í Norður-Makedóníu. Í liði Íslands voru tveir fulltrúar KA en það voru þeir Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson
15.08.2019
Rakel Sara Elvarsdóttir og Helga María Viðarsdóttir leikmenn KA/Þórs náðu þeim frábæra árangri með U17 ára landsliðinu að fá silfur í B-deild á Evrópumeistaramótinu í Ítalíu. Að auki var Rakel Sara valin besti hægri hornamaðurinn á mótinu og geta stelpurnar því verið ansi sáttar með uppskeruna á mótinu
14.08.2019
Jóhannes Gunnar Bjarnason snýr aftur í þjálfun í vetur og verður í kringum 6. flokk karla ásamt Siguróla Magna Sigurðssyni. Jói Bjarna er líklega sigursælasti yngriflokkaþjálfari landsins og hann handsalaði samninginn í dag með Heimi Erni Árnasyni, formanni unglingaráðs KA, en saman unnu þeir 5 Íslandsmeistaratitla í yngri flokkunum