Fréttir

Stefán og Jónatan þjálfa KA næstu 2 árin

Handknattleiksdeild KA skrifaði í dag undir tveggja ára samning við þá Stefán Árnason og Jónatan Magnússon um að þeir munu þjálfa karlalið KA í handbolta. Stefán og Jónatan verða saman aðalþjálfarar rétt eins og Stefán og Heimir Örn Árnason hafa verið í vetur en Heimir stígur nú til hliðar og þökkum við honum fyrir hans framlag í þjálfuninni

Fögnum saman á lokaleik vetrarins

KA tekur á móti FH í lokaumferð Olís deildar karla í handbolta á laugardaginn kl. 19:00. Eftir frábæra frammistöðu í vetur er KA öruggt með áframhaldandi sæti í deild þeirra bestu og ætlum við að fagna því vel og innilega í KA-Heimilinu

KA áfram í deild þeirra bestu!

KA mun leika áfram í Olís deild karla í handboltanum en þetta varð ljóst eftir leiki kvöldsins í næstsíðustu umferð deildarinnar. KA sótti stórlið Vals heim en fyrir leikinn var enn möguleiki á sæti í úrslitakeppninni og ljóst að strákarnir myndu gefa allt í leikinn

Myndaveislur frá síðasta leik KA/Þórs í vetur

KA/Þór tók á móti Stjörnunni í lokaumferð Olís deildar kvenna í gær. Íslandsbanki og PWC buðu frítt á leikinn og var heldur betur mögnuð mæting í KA-Heimilið þar sem Martha Hermannsdóttir tryggði sér Markadrottningartitilinn í deildinni, annars var lítið undir í leiknum annað en stoltið en ljóst var að KA/Þór myndi enda í fimmta sæti deildarinnar og Stjarnan í því sjötta. Gestirnir fóru á endanum með 21-27 sigur

KA sækir Val heim í Olís karla

Það er komið að lokabaráttunni í Olís deild karla í handboltanum en KA sækir stórlið Vals heim í næstsíðustu umferð deildarinnar í kvöld. Strákarnir eru í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni og ætla sér sigurinn en liðið er í 9. sæti einu stigi frá sæti í úrslitakeppninni

Martha markadrottning í Olís kvenna

Lokaumferðin í Olís deild kvenna í handboltanum fór fram í kvöld og tók KA/Þór á móti Stjörnunni. Lítið var undir í leiknum en það var ljóst að okkar lið myndi enda í 5. sæti deildarinnar og gestirnir í 6. sætinu. Það var hinsvegar mikið undir á einni vígstöð en fyrir leikinn var Martha Hermannsdóttir með eitt mark í forskot í baráttunni um markadrottningstitilinn

Frítt á lokaleik KA/Þórs í kvöld!

KA/Þór leikur í kvöld lokaleik sinn í vetur er liðið tekur á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna. Stelpurnar eru svo sannarlega klárar í slaginn og ætla sér að enda frábært tímabil með góðum sigri á öflugu liði Garðbæinga

Erlingur upp í goðsagnarhöll KA

Fyrir leik KA og ÍBV um helgina var Erlingur Kristjánsson vígður inn í goðsagnarhöll handknattleiksdeildar KA. Erlingur er einhver sögufrægasti félagsmaður KA og bætist í hóp með þeim Patreki Jóhannessyni, Guðjóni Val Sigurðssyni og Valdimar Grímssyni í goðsagnarhöll KA

Myndaveislur frá leik KA og ÍBV

Það var heldur betur líf og fjör í KA-Heimilinu í gær þegar KA og ÍBV mættust í Olís deild karla í handboltanum. Ansi mikið var undir hjá báðum liðum og var spennan í algleymingi, stemningin í stúkunni var algjörlega til fyrirmyndar og erum við ótrúlega þakklát fyrir þennan magnaða stuðning sem við fáum frá ykkur kæru KA-menn

Slæmur endakafli kostaði KA/Þór tap

KA/Þór sótti ÍBV heim í Olís deild kvenna í handbolta í dag en leikurinn var liður í næstsíðustu umferð deildarinnar. KA/Þór fer hvorki ofar né neðar en 5. sætið og hafði því að litlu að keppa en heimakonur eru í harðri baráttu um 3. sætið og þurfti á sigri að halda