Handknattleiksdeild KA á þrjá fulltrúa í æfingahópum yngri landsliða karla sem gefnir voru út í dag. Dagur Gautason og Svavar Ingi Sigmundsson eru báðir í U-19 ára landsliðinu sem mun taka líkamlegt próf 18. maí og við taka svo hefðbundnar handboltaæfingar 21.-24. maí. Þjálfari liðsins er Heimir Ríkarðsson.
Arnór Ísak Haddsson er svo fulltrúi KA í U-17 ára landsliðinu sem er stýrt af Maksim Akbashev. Eins og U-19 hefja strákarnir leik í líkamlegu prófi 18. maí og við taka handboltaæfingar 23.-26. maí.
Við óskum strákunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.