27.09.2013
Stúlkurnar í KA/Þór leika gegn Aftureldingu í
Olís-deild kvenna á laugardaginn í KA-heimilinu. Leikurinn hefst klukkan 13.30 en það verður mikið húllumhæ í félagsheimili KA-manna
fyrir leik. Frítt er á völlinn og eru allir hvattir til þess að mæta og styðja stelpurnar.
27.09.2013
Í kjölfar KA-dagsins á laugardag hefst mikil handboltaveisla í KA-heimilinu. Klukkan 13:30 leikur KA/Þór sinn fyrsta heimaleik í Olís-deildinni
þegar liðið tekur á móti Aftureldingu. Þar á eftir er komið að sögulegum leik en klukkan 16:00 leikur hið nýja lið Hamranna sinn
fyrsta leik í 1. deild en mótherjar Hamaranna eru Þróttarar.
Á sama tíma leikur Akureyri Handboltafélag við ÍR en sá leikur fer fram í Reykjavík en verður sýndur beint á RÚV.
Seinna á laugardaginn, eða klukkan 19:15 leikur 3. flokkur KA gegn Selfyssingum og sömu lið mætast síðan aftur á sunnudaginn klukkan 12:15.
Báðir þessir leikir verða í KA heimilinu.
26.09.2013
Akureyri byrjaði tímabilið með sannfærandi sigri á Íslandsmeisturum Fram í fyrstu umferð deildarinnar sem var leikin í síðustu
viku.
Nú á laugardaginn heldur meistaraflokkur liðsins í sinn fyrsta útileik þegar liðið mætir bikarmeisturum ÍR á heimavelli
þeirra í Austurbergi. Leikurinn verður sýndur beint á RÚV.
23.09.2013
Nú liggur fyrir hver verða æfingajöld hjá yngri flokkum KA í vetur. Innheimta gjaldanna er að hefjast eins og kemur fram hér að að neðan svo
og upplýsingar um hvað er innifalið og greiðslumöguleikar.
Athugið að það er frítt að æfa í september þannig að allir geta komið og prófað.
21.09.2013
Kvennalið KA/Þór hóf leik í dag í Olís-deild kvenna, á nýjan leik eftir eins árs fjarveru. Þær léku gegn
Selfossi á Selfossi og þurftu að lúta í gras, 24-25, eftir spennandi viðureign. Olís-deildin er rétt að fara af stað og er næsti leikur
stelpnanna heimaleikur í KA-heimilinu á laugardaginn næsta.
20.09.2013
KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í Olís-deild kvenna um helgina þegar þær mæta Selfossi á Selfossi. Liðið er að taka
þátt í efstu deild á nýjan leik, eftir eins árs fjarveru.
18.09.2013
Loksins er komið að leikdegi í úrvalsdeild hjá
meistaraflokki karla. Deildin hefur fengið nýtt nafn, heitir að þessu sinni Olís-deildin. Fyrstu mótherjar Akureyrar eru engir aðrir en Íslandsmeistarar
Fram. Leikmenn ætla svo sannarlega að sýna að þeir séu tilbúnir í slaginn og vonast að sjálfsögðu til að fá fulla
höll í fyrsta leik.
Við minnum á hversu frábær skemmtun það er að koma á alvöru handboltaleik. Líkt og í fyrra verður opið gæsluherbergi
fyrir yngstu börnin þar sem þau geta leikið sér í ýmsum boltaleikjum.
16.09.2013
Boðað er til stutts fundar með foreldrum leikmanna 5. flokks karla karla miðvikudaginn 18. september. Fundað verður í
fundarsal KA heimilisins og er áætlað að fundurinn standi frá klukkan 18:30 til klukkan 19:00. Helstu dagskrárliðir eru:
Vetrarstarfið
Keppnisferðir
Kynning á þjálfurum flokksins
Fulltrúi unglingaráðs mætir á fundinn og spjallar við foreldra.
Eins og áður segir, klukkan 18:30 - 19:00 miðvikudaginn 18. september í fundarsal KA-heimilisins.
14.09.2013
Í dag fer fram forkeppni hjá 2. flokki karla þar sem keppt er um hvaða lið leika í 1. deild í vetur eða verða í 2. deild. Liðunum er skipt
í fjóra riðla og eru Akureyri, Valur og ÍR í D-riðli sem leikinn verður hér á Akureyri á laugardaginn. Það verður
því fjör í Íþróttahöllinni þar sem þetta þriggja liða mót verður drifið af í einum grænum.
11.09.2013
Það er
orðin löng hefð fyrir því að hefja handboltavertíðina með kynningarfundi þar sem farið er yfir starfsemi félagsins og ekki síst
að kynna leikmannahópinn fyrir stuðningsmönnum. Fimmtudaginn 12. september, klukkan 20:00 er komið að kynningunni og hvetjum við allt áhugafólk um
handbolta til að koma í Íþróttahöllina og kynna sér starfsemi og leikmannahóp Akureyrar Handboltafélags í vetur.