Happadrætti
Heppinn áhorfandi vinnur sér inn 20.000 gjafabréf til dekkjakaupa hjá Brimborg. Sem kemur sér vel nú á haustmánuðum en hjá
Brimborg fást einmitt gæðadekk frá Nokian.
Matur í stuðningsmannaherberginu:
Höllin verður opnuð klukkan 18:15 og þá er kjörið fyrir þá sem vilja versla
Stuðningsmannaskírteini að koma tímanlega og ganga frá kaupum á skírteini. Að sjálfsögðu verður svo gómsætur
kvöldverður í boði í stuðningsmannaherberginu fyrir korthafa.
En aðeins um mótherjana Framara: Þeir stóðu uppi sem Íslandsmeistarar síðasta vor eftir magnað einvígi við Hauka.
Síðan hafa orðið miklar mannabreytingar hjá liðinu. Þar skal fyrst nefna að þjálfarinn, Einar Jónsson tók við
þjálfun kvennaliðs í Noregi en það er enginn aukvisi sem tók við starfinu, enginn annar en varnarsérfræðingurinn Guðlaugur
Arnarsson, leikmaður Akureyrar mörg undanfarin ár.
Sigurður Gleðigjafi Eggertsson lagði skóna á hilluna í vor og sömuleiðis skyttan Jóhann Gunnar Einarsson. Markvörðurinn Magnús Gunnar
Erlendsson er kominn til Víkinga, varnartröllið Ægir Hrafn Jónsson gekk í raðir Valsara, línumaðurinn Haraldur Þorvarðarson fór
í KR, skyttan Róbert Aron Hostert leikur nú með ÍBV, svo að helstu nöfnin séu nefnd.
Á móti hafa Framarar fengið markvörðinn Stephen Nielsen frá HK Malmö og Svein Þorgeirsson frá Haukum.
Í Fram liðinu eru tveir fyrrum Akureyringar, Ólafur Jóhann Magnússon hefur blómstrað í hægra horninu og Hákon Stefánsson
(frá Fagraskógi) er sömuleiðis í leikmannahópnum. Aðrir reynsluboltar í Framliðinu eru t.d. leikstjórnandinn knái, Sigfús
Páll Sigfússon eða Siffi eins og hann er jafnan kallaður, hornamaðurinn Stefán Baldvin Stefánsson og Stefán Darri Þórsson.
Leikmannahópur AkureyrarLeikmenn sem komið hafa til lið við Akureyri síðan í vor eru: Gunnar K.
Malmquist Þórsson frá Val, Halldór Logi Árnason frá ÍR, Kristján Orri Jóhannsson frá Gróttu, Vladimir Zejak frá Rk
Crvenka í Serbíu og Þrándur Gíslason frá Aftureldingu.
Þeir sem fóru annað eru: Ásgeir Jóhann Kristinsson til Víkings, Geir Guðmundsson til Vals, Guðmundur Hólmar Helgason til Vals, Halldór
Örn Tryggvason til Hamranna, Oddur Gretarsson til TV Emsdetten í Þýskalandi og Stefán Guðnason til Hamranna.
Heimir Örn Árnason ætlar að einbeita sér að þjálfun liðsins í vetur, og hugsanlega styrkja Hamrana í leikjum í 1. deildinni. Auk
þess hefur línumaðurinn Ásgeir Jónsson lagt skóna á hilluna eftir langvarandi meiðsli en verður sérlegur aðstoðarmaður Heimis
Arnar á bekknum. Hörður Fannar Sigþórsson sem meiddist í upphafi fyrsta leiksins í fyrra er fluttur til Færeyja og óvíst um
þátttöku hans í handbolta í vetur.
Heimir Örn Árnason og Bjarni Fritzson eru þjálfarar eins og síðasta tímabil. Leikmannahópurinn er þannig skipaður:
Andri Snær Stefánsson, hornamaður
Arnór Þorri Þorsteinsson, vinstri skytta nýliði úr yngri flokkum
Bergvin Gíslason, skytta (meiddur)
Bjarni Fritzson, hægra horn og þjálfari
Daníel Matthíasson, línumaður
Friðrik Svavarsson, línumaður
Gunnar K. Malmquist Þórsson, hornamaður, kemur úr Val
Halldór Logi Árnason, línumaður, snýr aftur eftir tveggja ára dvöl hjá ÍR
Heiðar Þór Aðalsteinsson, hornamaður
Hreinn Hauksson, línumaður
Jovan Kukobat, markvörður
Jón Heiðar Sigurðsson, skytta
Kristján Orri Jóhannsson, hornamaður, kemur frá Gróttu
Kristján Már Sigurbjörnsson, hornamaður
Páll Jónsson, markvörður
Sigþór Heimisson, leikstjórnandi
Tomas Olason, markvörður
Valþór Guðrúnarson, skytta
Vladimir Zejak, skytta kemur frá Rk Crvenka í Serbíu
Þrándur Gíslason, línumaður, kemur frá Aftureldingu
Í raun ætti að telja þá Daníel Matthíasson og Kristján Má Sigurbjörnsson með í hópi nýliða en þeir
komu raunar örlítið við sögu hjá meistaraflokki í fyrravetur. Sama má segja um Pál Jónsson markvörð en hann hefur einu sinni
verið á leikskýrslu hjá meistaraflokki. Allir hafa þeir leikið með 2. flokki Akureyrar og yngri flokkum Akureyrarfélaganna. Páll varð t.d.
Íslandsmeistari með 2. flokki vorið 2012.
Á heimasíðu Akureyrar eru nánari upplýsingar um leikmennina og nýjar myndir Þóris Tryggvasonar af þeim flestum.
Sjá leikmannalistann og nánari upplýsingar
Það þarf ekki að hafa mörg orð um að bæði lið ætla að byrja mótið af krafti og sækja sigur í Höllina. Við
hvetjum stuðningsmenn Akureyrar til að mæta tímanlega og sýna að það er ekki að ástæðulausu að þeir hafa undanfarin ár
verið útnefndir bestu stuðningsmenn landsins. Áfram Akureyri.
Miðaverð er óbreytt frá því á fyrra, 1.500 krónur fyrir fullorðna en 500 krónur fyrir yngri.
Með von um að þú komir í Höllina,
Leikmenn og stjórn Akureyrar Handboltafélags.