Í kjölfar KA-dagsins á laugardag hefst mikil handboltaveisla í KA-heimilinu. Klukkan 13:30 leikur KA/Þór sinn fyrsta heimaleik í Olís-deildinni
þegar liðið tekur á móti Aftureldingu. Þar á eftir er komið að sögulegum leik en klukkan 16:00 leikur hið nýja lið Hamranna sinn
fyrsta leik í 1. deild en mótherjar Hamaranna eru Þróttarar.
Á sama tíma leikur Akureyri Handboltafélag við ÍR en sá leikur fer fram í Reykjavík en verður sýndur beint á RÚV.
Seinna á laugardaginn, eða klukkan 19:15 leikur 3. flokkur KA gegn Selfyssingum og sömu lið mætast síðan aftur á sunnudaginn klukkan 12:15.
Báðir þessir leikir verða í KA heimilinu.