Mikilvægir leikir hjá 2. flokki Akureyrar í dag, laugardag

Í dag fer fram forkeppni hjá 2. flokki karla þar sem keppt er um hvaða lið leika í 1. deild í vetur eða verða í 2. deild. Liðunum er skipt í fjóra riðla og eru Akureyri, Valur og ÍR í D-riðli sem leikinn verður hér á Akureyri á laugardaginn. Það verður því fjör í Íþróttahöllinni þar sem þetta þriggja liða mót verður drifið af í einum grænum.


Leikirnir á laugardaginn verða sem hér segir:
Klukkan 15:00 Valur – ÍR
Klukkan 16:00 Akureyri – Valur
Klukkan 17:00 ÍR – Akureyri

Við hvetjum alla til að koma í Höllina og styðja Akureyrarstrákana, það verður frítt inn. Að sjálfsögðu er afar brýnt að knýja fram sigur í þessum leikjum til að tryggja þátttöku í efstu deildinni í vetur.