KA/Þór leikur sinn fyrsta leik í Olís-deild kvenna um helgina þegar þær mæta Selfossi á Selfossi. Liðið er að taka þátt í efstu deild á nýjan leik, eftir eins árs fjarveru.
Liðið er skipað ungum og efnilegum leikmönnum í bland við eldri stelpur. Einvarður Jóhannsson og Gunnar Ernir Birgisson þjálfa liðið og hafa æfingar staðið yfir frá því um verslunarmannahelgi.
Í opinberri spá á vegum HSÍ er liðinu spáð neðsta sæti í deildinni en eru stelpurnar staðráðnar í því að afsanna þá spá. Leikurinn hefst klukkan 13.30 á Selfossi og hvetjum við alla Norðlendinga, nær og fjær, til þess að kíkja á völlinn.