29.07.2017
U17 ára landslið Íslands í handbolta lék í dag lokaleik sinn á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar þegar liðið mætti Ungverjum í leik um 7. sætið. Strákarnir byrjuðu leikinn ekki nægilega vel og Ungverjar leiddu 11-17 í hálfleik. Íslenska liðið kom sér inn í leikinn í þeim síðari en náði aldrei að jafna og Ungverjar unnu að lokum 24-29.
27.07.2017
U17 ára stúlknalandslið Íslands er að fara á EM í Makedóníu en fyrsti leikur liðsins er á mánudaginn gegn Kósóvó. Í lokahópnum eru tvær stelpur úr KA/Þór en það eru þær Ólöf Marín Hlynsdóttir og Margrét Einarsdóttir.
26.07.2017
U17 landslið Íslands í handbolta er að leika á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Liðið tapaði gegn Slóvenum í opnunarleik sínum á mótinu. Í gær tapaði liðið eftir hörkuleik gegn Frökkum en í dag vann liðið stórsigur á Spánverjum
25.07.2017
U19 landslið kvenna í handbolta lék á Scandinavian Open á dögunum og endaði þar í 4. sæti eftir að hafa leikið gegn Svíum, Dönum og Norðmönnum.
25.07.2017
U17 ára landslið Íslands í handbolta lék sinn fyrsta leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær þar sem liðið mætti Slóveníu. Eftir hörkuleik þar sem staðan var meðal annars jöfn 11-11 í hálfleik fóru Slóvenar með sigur af hólmi 27-26
17.07.2017
Kvennaliði KA/Þórs í handboltanum hefur borist mikill liðsstyrkur en Hulda Bryndís Tryggvadóttir skrifaði í dag undir samning við liðið. Hulda er okkur vel kunnug enda er hún uppalin hjá félaginu og lék síðast með liðinu tímabilið 2015-2016
30.06.2017
KA goðsögnin Andrius Stelmokas er í heimsókn á Akureyri með fjölskyldu sinni en Stelmokas var algjör burðarstoð í liði KA á árunum 2000 til 2004. Með KA varð hann Deildarmeistari árið 2001, Íslandsmeistari árið 2002 og Bikarmeistari árið 2004. Svo má ekki gleyma sigrum á gamla góða Sjallamótinu!
13.06.2017
Áframhald verður á samstarfi KA og Þórs um sameiginlegt kvennalið í handboltanum undir nafninu KA/Þór. Búið er að gera samning við alla leikmenn liðsins fyrir utan að Erla Hleiður Tryggvadóttir leggur skóna á hilluna. Þá verða þeir Jónatan Magnússon og Þorvaldur Þorvaldsson áfram þjálfarar liðsins
08.06.2017
Í ár eru 15 ár síðan KA varð Íslandsmeistari öðru sinni í handboltanum. Í maí rifjuðum við upp úrslitaeinvígi KA og Vals en nú er komið að því að fara yfir undanúrslitaeinvígi KA og Hauka
08.06.2017
Það er nóg fyrir stafni hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta á næstunni og eigum við í KA alls 8 fulltrúa þar