U17 ára stúlknalandslið Íslands er að fara á EM í Makedóníu en fyrsti leikur liðsins er á mánudaginn gegn Kósóvó. Í lokahópnum eru tvær stelpur úr KA/Þór en það eru þær Ólöf Marín Hlynsdóttir og Margrét Einarsdóttir.
Það er algjörlega frábært að sjá liðið komast í lokakeppnina og verður gaman að sjá hvernig stelpunum muni ganga en liðið er með Slóveníu, Búlgaríu, Ísrael og Kósóvó í riðli. Við óskum stelpunum til hamingju með valið og góðs gengis á þessu sterka móti.