U19 kvenna endaði í 4. sæti á SO

Ásdís sýndi fína takta á mótinu
Ásdís sýndi fína takta á mótinu

U19 landslið kvenna í handbolta lék á Scandinavian Open á dögunum og endaði þar í 4. sæti eftir að hafa leikið gegn Svíum, Dönum og Norðmönnum. Allir þrír leikirnir töpuðust en þrátt fyrir það var spilamennskan góð og greinilegt að aðeins herslumuninn vantar til að ná nágrönnum okkar í getu.

Ásdís Guðmundsdóttir leikmaður KA/Þórs var í hópnum og stóð sig með prýði. Næst á dagskrá hjá landsliðinu er undankeppni HM en hún fer fram næsta vor.