U17 ára landslið Íslands í handbolta lék sinn fyrsta leik á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í gær þar sem liðið mætti Slóveníu. Eftir hörkuleik þar sem staðan var meðal annars jöfn 11-11 í hálfleik fóru Slóvenar með sigur af hólmi 27-26.
Dagur Gautason leikmaður KA átti stórleik og skoraði 11 mörk. Liðið mætir Frökkum í dag og má búast við hörkuleik en Frakkar unnu 10 marka sigur á Spánverjum í gær.