KA goðsögnin Andrius Stelmokas er í heimsókn á Akureyri með fjölskyldu sinni en Stelmokas var algjör burðarstoð í liði KA á árunum 2000 til 2004. Með KA varð hann Deildarmeistari árið 2001, Íslandsmeistari árið 2002 og Bikarmeistari árið 2004. Svo má ekki gleyma sigrum á gamla góða Sjallamótinu!
Margir fyrrum liðsfélagar hans í KA hittust ásamt fjölskyldu á Bryggjunni og var eðlilega mikil gleði. Hér má sjá mynd af hópnum góða.
Frábær hópur sem hittist og rifjaði upp gamla góða tíma (smelltu á myndina til að sjá hana stærri)
Hér má svo sjá svipmyndir frá Bikarmeistaratitli KA árið 2004. Frábært að fá þennan glæsilega kappa norður!