Fréttir

Heimir Örn einbeitir sér að KA

Heimir Örn Árnason leikmaður KA í handbolta hefur ákveðið að taka sér frí frá dómgæslu og ætlar að einbeita sér að því að spila með KA í vetur. Heimir og meðdómari hans, Sigurður Þrastarson, voru valdir bestu dómarar á síðasta tímabili

KA með sigur á Mílunni

KA/Þór burstaði Val-U

KA/Þór vann stórsigur á Val-U þegar að liðin mættust í KA-heimilinu fyrir framan 250 manns í dag.

Ólafur Jóhann Magnússon í raðir KA

Ólafur Jóhann Magnússon er kominn heim í KA. Ólafur skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við félagið og eru það mikil gleðitíðindi.

Mílan - KA í beinni í kvöld

KA leikur annan leik sinn í Grill 66 deild karla í handboltanum í kvöld þegar liðið sækir Míluna heim á Selfoss. Leikurinn hefst klukkan 20:00 og hvetjum við alla sem geta til að mæta og styðja strákana til sigurs. Selfyssingar sýna leikinn einnig beint þannig að ef þú kemst ekki á leikinn þá er um að gera að fylgjast grannt með gangi mála

11 fulltrúar KA í yngri landsliðunum

Yngri landsliðin í handboltanum munu æfa helgina 29. september til 1. október. KA á hvorki fleiri né færri en 11 fulltrúa í hópunum sem er stórkostlegt og óskum við þeim til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum

Fyrsti heimaleikur KA/Þórs á laugardaginn

KA/Þór spilar sinn fyrsta leik í Grill 66 deildinni núna á Laugardaginn..

Sigur í fyrsta leik KA í 12 ár

Það vantaði ekki fólksfjöldann eða stemminguna þegar KA tók á móti ÍBV U í Grill66 deild karla í kvöld í KA-heimilinu. Leiknum lauk með 1 marks sigri heimastráka, 30-29.

Æfingatafla vetrarins er tilbúin

Æfingatafla vetrarins 2017-2018 er nú tilbúin og tekur gildi frá og með fimmtudeginum 14. september

Kynningarkvöld handknattleiksdeildar er á miðvikudaginn | Ársmiðasala og fyrsti heimaleikur

Þá er aðeins tæp vika í það að handboltinn fari af rúlla af stað hjá okkur. Handknattleikdeild KA hefur því boðað til kynningarkvölds á liðum KA og KA/Þór á miðvikudaginn í KA-heimilinu. Fjörið hefst kl. 20.00 og verður boðið upp á léttar veitingar.