Fréttir

Góður árangur hjá IBA í blakinu á landsmóti UMFÍ

Bæði karla og kvennalið IBA stóðu sig með ágætum á landsmóti UMFÍ sem fór fram á Akureyri um helgina.  Kvennaliðið tók silfrið og karlaliðið bronsið.  Blakliðin náðu í 170 stig fyrir ÍBA en ÍBA vann stigakeppnina með glæsibrag með 1819 stig. Blakið var í 3. sæti af einstökum íþróttagreinum innan ÍBA á eftir sundinu og golfinu frábær árangur það.

Þrír KA menn á Kýpur

Eins og kannski flestir hafa tekið eftir í fjölmiðlum standa nú yfir smáþjóðaleikar á kýpur. Blakdeild KA á þar þrjá leikmenn sem spila fyrir hönd þjóðarinnar en þeir eru Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir og Hilmar Sigurjónsson. Kemur hér smá pistill sem þeir félagar sendu hingað heim til okkar. Vefsíða leikanna er: http://www.cyprus2009.org.cy/ sjá einnig fréttir á http://www.bli.is/ og http://www.isi.is/

Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA

Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA var haldið í vikunni.  Sú hefð hefur skapast í blakinu að halda hófið í Kjarnaskógi og setja þar upp útiblaknet, spila blak og fara í leiki. Foreldrar fjölmenntu og tóku þátt í fjörinu og spiluðu ýmist með eða á móti sínum börnum.

Aðalfundur Blakdeildar KA miðvikudaginn 27. maí

Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn miðvikudaginn 27. maí kl. 21:00 í KA heimilinu. Hefðbundin aðlafundarstörf. Blakáhugamenn, foreldrar og aðrir velunnarar eru hvattir til að mæta.  Stjórn Blakdeildar KA.

Yngriflokkamót BLÍ haldið á Akureyri um helgina

Blakdeild KA hefur tekið að sér að halda seinna Íslandsmót yngriflokka BLÍ og verður móti haldið á Akureyri um helgina. Mótið er eitt stærsta yngriflokkamót sem haldið hefur verið hér á landi hingað til en alls taka 73 lið þátt í mótinu.  Spilað verður bæði laugardag og sunnudag í 13 deildum á samtals 8 völlum í og verða íþróttahús KA og Síðuskóla því undirlögð alla helgina. Reikna má að það komi hátt í 500 manns að mótinu með einum eða öðrum hætti. Nánari upplýsingar um mótið má finna á http://www.krakkablak.bli.is/ 

Stjarnan vann og KA er úr leik

Þriðji leikur KA og Stjörnunnar, um að komast í úrslit Íslandsmótsins, fór fram í KA heimilinu í kvöld.  Hvort lið hafði unnið einn leik og því þurfti oddaleik til að skera úr hvort liðið kæmist áfram í úrslitaleikina gegn Þrótti. Það er skemmst frá því að segja að Stjarnan vann í hörkuleik 3:1 en KA færði gestunum allt of mörg auðveld stig og því fór sem fór.

Naumt tap hjá KA gegn Stjörnunni

KA og Stjarnan áttust við öðru sinni á þremur dögum í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Garðabæ í gær.  Eins og í fyrri leik liðanna var um hörku viðureig að ræða en nú snérstu úrslitn við og Stjörnumenn unnu leikinn 3-2 (25-16) (22-25) (25-17) (19-25) (15-8).

KA vann í háspennuleik

KA vann fyrsta leik sinn í undanúrslitarimmu sinni við Stjörnuna úr Garðabæ. Leikurinn var þrælspennandi og jafn en KA vann eftir mikinn barning 3:2.

Piotr meiddur

Óvíst er hvort Piotr Kempisty getur tekið þátt í leiknum við Stjörnuna á fimmtudag þar sem  hann meiddist í síðari leiknum við Þrótt um síðustu helgi. Það eru gömul meiðsli á hné sem eru að hrjá kappann. Það yrði skarð fyrir skildi hjá KA ef Piotr yrði ekki með enda stigahæsti leikmaður deildarkeppninnar.

Undanúrslit hefjast á fimmtudaginn í KA heimilinu

KA mætir Stjörnunni, núverandi Íslandsmeisturum, í undanúrslitum í KA heimilinu á fimmtudaginn kemur kl. 19:30.  Búast má við hörkuviðureign en KA hefur unnið 3 af 4 leikjum við Stjörnuna í vetur en leikirnar hafa jafnan verið mjög jafnir og spennandi.