05.12.2008
KA og Þróttur mætast í kvöld kl: 20:00´í fyrsta sinn í vetur en bæði liðin er taplaus í 1. deild karla og með jafn
mörg stig en Þróttarar eru þó í toppsætinu með færri tapaðar hrinur. Leikurinn fer fram í KA heimilinu. Liðin mætast svo
aftur á laugardag kl. 14:00 einnig í KA heimilnu.
02.12.2008
Toppslagur verður í blakinu um helgina en tvö lið eru ósigruð í 1. deild karla þar sem af er keppnistímabilsins. Það eru lið KA og
Þróttar Reykjavík. Um helgina mætast þessi lið í tvígang á Akureyri þar sem það skýrist hvaða lið verður
á toppi deildarinnar eftir tvær umferðir.
01.12.2008
Það var hart tekist á í leikjum KA gutta og Hamars um helgina enda mættust þar feðgar. Svo fór að synirnir höfðu betur enda má segja
að þeir hafi haft nokkra forgjöf hvað hæðina varðar eins og þessi stórskemmtilega mynd sem fylgir fréttinni sýnir.
25.11.2008
Haustmót Blakdeildar KA fór fram um liðna helgi á Akureyri. KA hefur haldið opið haustmót í nóvember í rúmlega 10 ár
eða allt frá því að liðið hóf að senda lið á öldungamótin í blaki 1995. Nýliðið haustmót er eitt
hið stærsta sem haldið hefur verið hjá KA en alls mættu 24 lið - 15 kvennalið og 9 karlalið. Óvenju mörg lið komu að langt
að að þessu sinni en 15 liðanna voru lið utan Akureyrar, þar af 6 frá suðvesturhorninu og 1 frá Austfjörðum.
15.11.2008
KA-menn eru nú á toppnum í blakinu eftir tvo góða sigra á Stjörnunni um helgina. Á föstudagskvöld vann KA nokkuð öruggan 3-1
sigur og í dag endurtóku þeir leikinn þótt sigurinn hafi verið mun torsóttari.
14.11.2008
KA-menn og Stjarnan áttust við í kvöld og fóru KA-menn með nokkuð öruggan sigur af hólmi 3-1. Hrinurnar enduðu (25-22, 23-25, 25-16,
25-18).Stigahæstir hjá KA voru Piotr með 24 stig og Hafsteinn skoraði 12 stig þar af 5 blokkir. Strákarnir eiga svo aftur að spila við Stjörnuna
á morgun og vonumst við að sem flestir leggji leið sína í KA-heimilið og styðji strákana.
14.11.2008
Um helgina spilar meistaraflokkur KA í blaki sína fyrstu heimaleiki á þessari leiktíð við Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar. Leikirnir eru
kl. 20:00 á föstudagskvöld og 14:00 á laugardag og fara fram í KA heimilinu. KA menn eru með hörkulið í vetur og ljóst er að hart
verður barist um helgina. KA menn eru hvattir til að mæta og hvetja okkar menn.
03.11.2008
Helgina 25. – 26. október fór fram fyrri hluti Íslandsmóts 4. og 5. flokks. Mótið fór fram í Digranesi í Kópavogi. Frá
KA fóru 4 lið og var frábært að fylgjast með þeim sem og öðrum liðum. Gríðarleg framför hefur átt sér stað
hjá krökkunum á undanförnum árum og er alveg með ólíkindum hversu flott blak þau eru farin að spila.
22.10.2008
Nú er komið að innheimtu æfingagjalda yngriflokka fyrir fyrri önnina. Við biðjum foreldra að greiða sem fyrst.
20.10.2008
Laugardagur 18. okt - Digranes
KA vann HK öðru sinni á tveimur dögum en sigurinn var langt
því frá auðveldur og HK menn voru KA mönnum erfiðir. Nokkur haustbragur var á KA liðinu tveimur fyrstu leikjum vetrarins en vonandi slípast liðið þegar á
líður.