Eins og kannski flestir hafa tekið eftir í fjölmiðlum standa nú yfir smáþjóðaleikar á kýpur. Blakdeild KA á þar þrjá leikmenn sem spila fyrir hönd þjóðarinnar en þeir eru Hafsteinn og Kristján Valdimarssynir og Hilmar Sigurjónsson. Kemur hér smá pistill sem þeir félagar sendu hingað heim til okkar. Vefsíða leikanna er: http://www.cyprus2009.org.cy/ sjá einnig fréttir á http://www.bli.is/ og http://www.isi.is/
Sæl veriði heima á fróni. Við KA mennirnir í landsliðinu ákváðum að senda ykkur smá pistil um hvernig stemmingin er hér á Kýpur en eins og einhverjir kunna kannski að hafa heyrt erum við taplausir eftir 2 leiki. Stemmingin í hópnum er alveg hrikalega góð og leikmenn að spila eftir því. Í fyrsta leik liðana var Kristján Valdimarsson settur á miðju og sýndi hann fínan leik en komst liðið ekki í gang alveg strax. Fyrstu skiptinginn sem Michael þjálfari gerði var að skipta Hafsteini inn fyrir bróðir hans og hefur hann gjörsamlega „ownað“ stöðuna síðan þá, en er hann sem stendur 4 stigahæsti leikmaður mótsins sem verður að teljast afspyrnu góður árangur. Hilmar hefur ekki enn komið við sögu en Wojtek Bachorski (aka fabio) er að spila góða leiki þar sem hann tekur einnig móttöku í öllum stöðum sem unnt er.
Öll aðstaða er til fyrirmyndar en íslenski hópurinn sem er hér í Nicosia gisti á 5 stjörnu Hilton hóteli með sundlaug í garðinum og 30 tommu flatskjái á öllum herbergjum. Fyrirliðinn sér um að leikmenn séu í topp standi og teygir á leikmönnum jafn vakandi sem sofandi. Höllin er einnig mjög góð hátt til lofts, mikið pláss fyrir áhorfendur og mjög gott loftræstikerfi eða samt eiginlega of gott því þegar það er á fullum krafti fýkur boltinn og bölvar maður því öðru hvoru að hafa ekki stundað sandinn betur á sumrin heima. Breytingarnar á boltunum hafa þafa það í för með sér að nú eru fljótandi uppgjafir mun áhrifameiri en áður hefur þekkst en kannski hefur hitinn í húsinu þó eitthvað með það að gera. Hitinn úti fyrir er upp úr öllu valdi og fór í 38 gráður um hádegi í gær en þykir sumum leikmönnum það full heitt. Allt blakliðið (bæði kvenna og karla) hefur enn sloppið við að brenna „7,9,13“ en lítið er um það að leikmenn liggi í sólinni að Wojtek fabio undanskildum. Einn fyrrum KA leikmaður er í hópnum , Áki Thoroddsen. Hann hefur verið einn af máttarstólpum liðsins það sem af er og er hann eins og klettur í miðju varnarinnar og einnig hefur miðjusóknin verið einn sterkasti sóknarmöguleiki okkar.
Allir leikmenn KA lenntu í þeirri óþægilegu stöðu að eftir langt en fjörugt ferðalag skilaði farangur þeirra sér ekki frá Amsterdam og þurftu tvíburarnir knáu að spila á sokkunum fyrstu æfinguna sökum þess, en nær ógerningur er að finna skó í stærð 100 hérna á svæðinu... en Hilmar gat fengið lánaða skó hjá þjálfaranum. (Við hefðum kanski átt að hlusta aðeins betur á Marek þegar hann var sífellt að segja okkur að setja skóna í handfarangurinn). Maturinn á hótelinu er alveg frábær pasta í öll mál og minnst tvær kjöttegundir og fiskur auk afar bragð góðra eftirrétta sem loka mallanum vel að lokum snæðingi.
Fyrsti leikurinn gegn San Marino byrjaði afar ílla fyrir okkar menn og má segja að við höfum verið að gefa þeim pínu forskot. En í stöðunni 2-0 fyrir San Marino í hrinum komst íslenska stórskotaliðið loks í gang og náði að landa 3-2 sigri og fóru margir leikmenn á kostum í öllum stöðum vallarins. Gaui fyrirliði skilaði 30 uppgjöfum yfir netið í leiknum en í 3 hrinu komu 10 af þeim í röð. Áki og Hafsteinn fóru einnig á kostum á miðjunni jafnt í blokk sem sókn, og sagði einn af yngri leikmönnum San Marino (þýtt yfir á íslensku) að Áki væri ómannlega góður miðað við aldur, og bað hann vinsamlegast að hægja á sér næst þegar liðin ættust við. Einnig var Emil að verjast vel og átti hann mjög góðan leik í vörninni. Í oddahrinunni var Gaui uppspilarinn okkar hvað eftir annað á réttum stað hvað varðar lágvörnina og einnig sýndu þá bæði Hafsteinn og Áki tækni sína í uppspilinu á kanntinn. Hrinan endaði svo með sigri okkar og leikurinn vannst þar með 3-2.
Leikurinn í gær gegn Luxemborg var nokkuð skárri fyrir Íslands hönd. Þó einkenndust fyrstu tvær hrinurnar að stórum hluta af mistökum okkar manna og sína tölurnar alls ekki rétta mynd af leiknum. Í byrjun var íslenska sóknin mikið að slá í blokkina og eða beint í hendurnar á þeim leikmönnum sem voru í lágvörn aftur á velli. Það var þá einna helst Áki sem bombaði í gólfið og Emil sem átti sífellt smass í blokk út. Leikurinn vannst sem sagt 3-1
Við ætlum að segja þetta gott í bili þar sem leik Íslands og San Marino kvenna er að ljúka og er fyrsta tap íslensku blakliðana því miður staðreynd eftir 4 taplausa leiki.
KA mennirnir kveðja og fáið þið kanski að vita meira ef við erum í stuði til að skrifa.
Over and out
Vefsíða leikanna er:http://www.cyprus2009.org.cy/
Úrslit og tölfræði úr leikjunum má sá hér:http://www.cyprus2009.org.cy/results/VB/VB.htm
SAN MARINO REP 2 - 3 ICELAND
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
97 POINTS WON 105
25 - 15 (27') 2% 2 SERVICE 5 5%
27 - 25 (29') 52% 50 ATTACK 62 59%
11 - 25 (20') 7% 7 BLOCK 13 12%
23 - 25 (25') 39% 38 OPP.ERRORS 25 24%
11 - 15 (12')
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
ICELAND 3 - 1 LUXEMBOURG
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
98 POINTS WON 83
21 - 25 (22') 5% 5 SERVICE 7 8%
25 - 18 (26') 56% 55 ATTACK 41 49%
25 - 15 (19') 8% 8 BLOCK 7 8%
27 - 25 (30') 31% 30 OPP.ERRORS 28 34%