Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA var haldið í vikunni. Sú hefð hefur skapast í blakinu að halda hófið í Kjarnaskógi og setja þar upp útiblaknet, spila blak og fara í leiki. Foreldrar fjölmenntu og tóku þátt í fjörinu og spiluðu ýmist með eða á móti sínum börnum.
Á eftir voru svo grillaðar pylsur ofan í mannskapinn. Allir krakkar í 5. 6. og 7. flokki fengu viðurkenningar fyrir framfarir og ástundun. Í eldri flokkunum voru veitt verðlaun fyrir mestu framfarir. Eftirtaldir fengu verðlaun: í 4. flokki karla Gunnar Pálmi Hannesson, í 4. fl. kvenna Alda Ólína Arnarsdóttir, í 3. fl. karla Arnar Páll Sigurðsson, í 3. fl. kvenna Auður Anna Jónsdóttir, í 2. fl. karla Hafsteinn Valdimarsson og í 2. fl. kvenna Una Margrét Heimisdóttir.