Piotr meiddur

Piotr Kempisty
Piotr Kempisty
Óvíst er hvort Piotr Kempisty getur tekið þátt í leiknum við Stjörnuna á fimmtudag þar sem  hann meiddist í síðari leiknum við Þrótt um síðustu helgi. Það eru gömul meiðsli á hné sem eru að hrjá kappann. Það yrði skarð fyrir skildi hjá KA ef Piotr yrði ekki með enda stigahæsti leikmaður deildarkeppninnar.