Kvennaliðið okkar kom skemmtilega á óvart með því að ná öðru sætinu en liðið var að uppistöðu hið unga lið KA en með tvo reynslubolta frá Skautafélaginu, þær Heiðu Einarsdóttur og Margréti Guðjónsdóttur. sér til stuðnings. Þessi blanda kom svona glimrandi vel út og árangurinn eftir því.
Strákarnir stóðu sig einnig vel á mótinu en voru óheppnir að komast ekki ofar á stigatöfluna en þeir töpuðu naumlega í oddahrinum bæði á móti UMSK 13-15 og HSK 17-19 sem urðu svo í 1. og 2. sæti í mótinu og ÍBA varð að sætta sig við 3. sætið. Liðið var blanda af leikmönnum KA úr meistaraflokki og öldungaleikmönnum KA. Tvennir feðgar kepptu með IBA en það voru þeir Sveinn Hreinsson og Daníel Sveinsson og Sigurður Arnar Ólafsson og Arnar Páll Sigurðsson.
Nánari úrslit leikja má finna á http://www.blak.is/
STRANDBLAK
Að lokum má geta þess að Harpa Björnsdóttir og Auður Jónsdóttir urðu í 3 sæti í strandblakskeppninni sem var sýningargrein á mótinu. KA mennirnir Kristján og Hafsteinn Valdimarssynir urðu einnig í 3 sæti í strandblakinu en þeir kepptu reyndar með HSK á mótinu. Valgeir Valgeirsson KA maður og Ólafur Arason HK maður kepptu saman og urðu í 4. sæti.
Heildarstig IBA á landsmóti UMFÍ 2009. | |
Íþróttagrein | stig |
Sund | 222 |
Golf | 190 |
Blak | 170 |
Íþróttir fatlaðra | 154 |
Júdó | 143 |
Knattspyrna | 135 |
Siglingar | 123 |
Hestaíþróttir | 99 |
Körfuknattleikur | 95 |
Handknattleikur | 90 |
Badminton | 80 |
Skák | 80 |
Fimleikar | 70 |
Skotfimi | 65 |
Starfsíþróttir | 49 |
Bridds | 30 |
Borðtennis | 18 |
Dans | 3 |
Frjálsar íþróttir | 3 |
Glíma | 0 |
Samtals stig | 1819 |