Undanúrslit hefjast á fimmtudaginn í KA heimilinu

KA mætir Stjörnunni, núverandi Íslandsmeisturum, í undanúrslitum í KA heimilinu á fimmtudaginn kemur kl. 19:30.  Búast má við hörkuviðureign en KA hefur unnið 3 af 4 leikjum við Stjörnuna í vetur en leikirnar hafa jafnan verið mjög jafnir og spennandi.  

Lið Stjörnunnar hefur verið í algerum sérflokki á Íslandi undanfarin 6 ár.  Þeir hafa m.a. unnið  Íslandsmeistaratitilinn 5 sinnum á þessum 6 árum auk þess að vinna fjölda deildar- og bikarmeistaratittla. Það er því ljóst að róðurinn verður erfiður geg Stjörnunni.