Yngriflokkamót BLÍ haldið á Akureyri um helgina

6. fl. KA 2006
6. fl. KA 2006
Blakdeild KA hefur tekið að sér að halda seinna Íslandsmót yngriflokka BLÍ og verður móti haldið á Akureyri um helgina. Mótið er eitt stærsta yngriflokkamót sem haldið hefur verið hér á landi hingað til en alls taka 73 lið þátt í mótinu.  Spilað verður bæði laugardag og sunnudag í 13 deildum á samtals 8 völlum í og verða íþróttahús KA og Síðuskóla því undirlögð alla helgina. Reikna má að það komi hátt í 500 manns að mótinu með einum eða öðrum hætti. Nánari upplýsingar um mótið má finna á http://www.krakkablak.bli.is/