Fréttir

Sex landsliðsmenn frá KA

Af þeim 24 landsliðsmönnum sem Ísland teflir fram á NEVZA mótinu í blaki um helgina eru 6 frá Blakdeild KA eða 25% landsliðsmanna. Það verður að teljast athyglisverður árangur og bendir til þess að KA sé að standa sig vel í uppbyggingarstarfinu.  Nú er bara sjá hvort okkar fólk nær að standa sig um helgina.

NEVZA mótið í blaki undir 19 ára landsliða

NEVZA mótið í blaki undir 19 ára (U19) landsliða verður haldið á Akureyri dagana 5.-7. september næstkomandi og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið hér á landi. Blaksamband Íslands er framkvæmdaraðili mótsins í samstarfi við Blakdeild KA.  

Annað strandblaksmót BLÍ hefst á Akureyri í dag

Annað stigamót BLÍ verður haldið á strandblakvellinum við KA heimilið á Akureyri í dag. Mótið er í höndum KA manna. Keppt er í tveggja manna liðum með hefðbundnum strandblakreglum. Alls hafa 9 lið skráð sig til þátttöku. Við hetjum fólk til að líta við á KA vellinum í dag og fylgjast með spennandi keppni.

Breyttir æfingatímar í strandblakinu

Frá og með fimmtudeginum 3. júlí verða æfingar yngriflokka í strandblaki kl 19:00-20:30 á mánudögum og fimmtudögum bæði fyrir stráka og stelpur. Vinsamlegast klæðið ykkur í samræmi við veður.

Strandblaksæfingarnar að hefjast

Þá eru strandblaksæfingarnar að hefjast hjá Blakdeild KA. Fyrsta æfingin verður núna á föstudaginn 20. júní á strandblaksvellinum við KA heimilið. Það eiga allir að mæta á sama tíma (strákar og stelpur) á fyrstu æfinguna kl. 17:30-19:00.

Þrír KA menn í A-landsliðinu í blaki

Þrír leikmenn voru valdi á dögunum í A-landslið karla í blaki. Þetta eru þeir Hafsteinn og Kristján Valdimarsynir sem eru eru nýliðar í landsliðinu og Hilmar Sigurjónsson. Landsliðið tók þátt í forkeppni Evrópumóts smáþjóða sem fram fór nú um helgina á Möltu. Skemmst er frá því að segja að liðið náði mjög góðum árangri á mótinu og lent í 2. sæti í riðlinum og heldur til Luxemborgar á næsta ári í úrslitariðilinn. Nánari fréttir af leikjum liðsins má sjá á http://www.bli.is/  

Lokahóf yngriflokka 2008

Lokahóf yngriflokka Blakdeildar KA var haldið nú á dögunum. Verðlaun voru veitt fyrir bestu framfarir og síðan voru veitt s.k. háttvísis verðlaun fyrir góða hegðun, ástundun og dugnað á æfingum.

Lokahóf yngriflokkanna þriðjudaginn 20. maí

Kæru blakarar og foreldrar/forráðamenn Nú er frábærum blakvetri að ljúka og verður lokahóf 3. – 6. flokks haldið þriðjudaginn 20. maí kl. 17:00. Við ætlum að hittast við KA-heimilið kl. 17:00, sameinast þar í bíla og halda út í Kjarnaskóg ef veður leyfir. Þar munum við spila blak og skemmta okkur saman. Fari svo að veðrið verði okkur ekki hliðhollt munum við vera í KA-heimilinu í staðinn.

Ný stjórn Blakdeildar KA

Aðalfundur Blakdeildar KA var haldin 7. maí síðastliðinn. Nýr formaður var kosinn á fundinum Sigurður Arnar Ólafsson en Hjörtur Halldórsson sem áður var formaður deildarinnar lét af embætti. Hjörtur mun þó  áfram sitja í stjórn deildarinnar. Sigurður Arnar hefur lengi setið í stjórn Blakdeildar KA og er þar flestum hnútum kunnugur. Hann hefur m.a. stýrt yngriflokkamálum deildarinnar í áraraðir.

Aðalfundur Blakdeildar KA

Aðalfundur Blakdeildar KA verður haldinn miðvikudaginn 7. maí kl. 20:00 í KA heimilinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar í boði deildarinnar.