28.02.2021
KA sækir lið Álftanes heim í Mizunodeild kvenna í blaki í dag klukkan 13:00 en þarna mætast liðin í 3. og 4. sæti deildarinnar og má reikna með krefjandi leik. KA hefur unnið báða leiki liðanna til þessa í vetur en fyrri viðureignin á Álftanesi fór í oddahrinu
27.02.2021
KA fékk lið Vestra í heimsókn í Mizunodeild karla í blaki í dag en KA liðið er í harðri toppbaráttu. KA vann frábæran 3-0 sigur í toppslag gegn HK á dögunum þar sem liðið lék sinn besta leik í vetur og þurfti nauðsynlega að sækja önnur þrjú stig í dag
25.02.2021
KA lék við hvurn sinn fingur er liðið vann sannfærandi 3-0 sigur á HK í toppslag í Mizunodeild karla í blaki í KA-Heimilinu í gær. Þetta var aðeins annað tap HK í vetur og ljóst að afar spennandi barátta á toppnum er framundan
24.02.2021
KA tók á móti HK í Mizunodeild karla í blaki í kvöld en liðin hafa barist um helstu titlana undanfarin ár og voru í 2. og 3. sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins. Það var ljóst að liðið sem myndi tapa væri úr leik í baráttunni um Deildarmeistaratitilinn og því ansi mikið í húfi
24.02.2021
ATHUGIÐ UPPFÆRT! Alls geta 104 fullorðnir mætt á leikinn í kvöld og verður aðeins ársmiðahöfum hleypt inn. Börn yngri en 16 ára telja ekki í þeirri tölu. Miðasala hefst 19:30 í kvöld og er einfaldlega fyrstur kemur fyrstur fær sem gildir
22.02.2021
Bikarkeppni yngriflokka í blaki fór fram í KA-Heimilinu og Naustaskóla um helgina í umsjá KA og Blaksambands Íslands. Mótshaldið gekk afar vel og fékk KA mikið hrós fyrir skipulag og utanumhald á mótinu sem var með breyttu sniði vegna Covid-19 veirunnar
20.02.2021
KA tók á móti Fylki í Mizunodeild karla í blaki í gærkvöldi en fyrir leikinn var KA í harðri toppbaráttu á meðan gestirnir voru enn án stiga. Það reiknuðu því flestir með þægilegum sigri KA en það kom heldur betur annað á daginn
19.02.2021
KA tekur á móti Fylki í Mizunodeild karla í blaki klukkan 20:00 í KA-Heimilinu. KA liðið hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og unnið síðustu fimm leiki sína eftir tap gegn Hamarsmönnum í fyrstu umferð deildarinnar
17.02.2021
KA sótti Þrótt Neskaupstað heim í Mizunodeild kvenna í blaki í kvöld en KA hafði sótt sex stig gegn Þrótti Reykjavík um helgina og gat með sigri í kvöld komið sér enn nær HK og Aftureldingu sem eru á toppi deildarinnar
17.02.2021
Kvennalið KA leggur land undir fót í dag er liðið sækir Þrótt Neskaupstað heim klukkan 19:00. KA vann afar mikilvæga sigra á Þrótti Reykjavík um helgina og eru stelpurnar nú með 14 stig í 3. sæti deildarinnar